Eigendur Tíu þúsund feta, Rún Kormáksdóttir og Trausti Hafsteinsson, hafa starfað í 25 ár við margs konar ferðaþjónustu um víða veröld.
Við leggjum mikla áherslu á jákvæð samskipti við heimafólk og viljum tryggja að það fái líka sem mest út úr ferðunum okkar.
Við erum fjölskyldufyrirtæki með reynslumikla fararstjóra sem hafa mikla þekkingu á öllu sem viðkemur ferðamennsku. Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu.
Þegar þú bókar ferð með Tíu þúsund fetum rennur hluti af verði ferðarinnar til skógræktar á Íslandi.
Tíu þúsund fet leggja áherslu á ferðaöryggi, upplifun í smærri hópum, sveigjanleika í ferðatilhögun og ferðafrelsi til að kanna og njóta hverrar ferðar til hins ítrasta. Í smærri hópum gefst okkur kostur á að velja á milli fjölbreyttari gisti- og veitingastaða, m.a. lítilla staða sem eru reknir af heimamönnum í smærri rekstri. Við reynum líka að hafa hópana ekki stóra til að byggja upp betri tengsl á milli farþega okkar.
Við viljum að þú skemmtir þér konunglega í ferðum Tíu þúsund feta og að þú snúir aftur heim reynslunni ríkari með þá tilfinningu að þú hafir upplifað eitthvað nýtt og stórkostlegt. Hér má sjá nokkrar myndir úr ferðunum okkar.