Eigendur Tíu þúsund feta, Rún Kormáksdóttir og Trausti Hafsteinsson, hafa starfað í 25 ár við margs konar ferðaþjónustu um víða veröld.
Við leggjum mikla áherslu á jákvæð samskipti við heimafólk og viljum tryggja að það fái líka sem mest út úr ferðunum okkar.
Við erum fjölskyldufyrirtæki með reynslumikla fararstjóra sem hafa mikla þekkingu á öllu sem viðkemur ferðamennsku. Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu.
Þegar þú bókar ferð með Tíu þúsund fetum rennur hluti af verði ferðarinnar til skógræktar á Íslandi.
Tíu þúsund fet leggja áherslu á framandi ferðir á ævintýralegar slóðir, vandaðar hópaferðir fyrir fyrirtæki og hópa af ýmsum toga, fyrsta flokks æfingaferðir fyrir íþróttafélög og glæsilegar hreyfi- og heilsuferðir. Í þessu erum við best en við erum líka góð í ýmsum öðrum ferðum þannig þú skalt endilega senda okkur línu ef þú ert í ferðahugleiðingum.
Er fyrirtækið, íþróttafélagið, gönguhópurinn, kórinn, skíðahópurinn, saumaklúbburinn eða vinahópurinn að leita sér að frábærri ferð? Við sérhæfum okkur í að bjóða hópum, litlum sem stórum, af ýmsum toga upp á vandaðar ferðir, persónulega þjónustu og flotta fararstjórn.
Tíu þúsund fet leggja áherslu á ferðaöryggi, ótrúlega upplifun, sveigjanleika í ferðatilhögun og ferðafrelsi til að kanna og njóta hverrar ferðar til hins ítrasta. Í framandi ferðum reynum við líka að hafa hópana ekki stóra til að byggja upp betri tengsl á milli farþega okkar.