Tíu þúsund fet bjóða nú upp á glæsilega árshátíðarferð fyrirtækja og hópa til Prag, hinnar dásamlegu og skemmtilegu höfuðborgar Tékklands. Þar má finna frábærar aðstæður fyrir ferðamanninn: Fjölskrúðuga menningu, mikla sögu, iðandi mannlíf og ljúfa matargerð. Glæsileg dagskrá í boði og vönduð íslensk fararstjórn þaulreyndra fararstjóra Tíu þúsund feta.
Tíu þúsund fet kynna meiriháttar árshátíðar- og fræðsluferð til Prag, höfuðborgar Tékklands. Dvalið er á huggulegu hóteli í miðbænum þar sem vel fer um farþega.
Þaulreyndir íslenskumælandi fararstjórar halda utan um hópinn og fræða um land, menningu, siði og þjóð. Frábær dagskrá í boði: Bæjarferð, kastalaferð, dagsferð í Terezín-þrælkunarbúðir nasista, loftbelgjaflug og árshátíðarkvöldverður.
Hér er frábært tækifæri til að upplifa stórbrotna menningu og njóta óþrjótandi afþreyingarmöguleika í stórkostlegri borg. Þú finnur ekki betri leið til að hrista hópinn saman og skemmta sér.
Prag, höfuðborg Tékklands, er þekkt fyrir sögufrægar slóðir, fallegan arkitektúr og iðandi mannlíf. Borgin stendur við Moldána og er oft kölluð „Móðir borganna“ vegna fjölbreytts byggingarstíls sem er allt frá gotneskum dómkirkjum til barokk- og nýklassískra bygginga.
Í höfuðborginni má finna fjölda merkilegra staða og kennileita. Eitt af helstu kennileitum Prag er Prag-kastali, sem gnæfir yfir borgina og býður upp á stórkostlegt útsýni yfir hana. Gamla borgin er einnig mjög vinsæl, sérstaklega Gamla torgið með Maríu kirkjunni frá Týn og stjörnufræðiklukkunni í ráðhústurninum. Borgin er þekkt fyrir fallegar göngugötur fullar af iðandi mannlífi og skemmtilegum verslunum og kaffihúsum. Þá er tékkneska höfuðborgin einnig fræg fyrir stórbrotið menningarlíf, þar á meðal tónlist, leikhús og listasýningar. Í gegnum aldirnar hefur borgin verið heimili margra frægra listamanna, svo sem Mozart og Kafka. Borgin á sér einnig gríðarlega mikla sögu, sérstaklega tengda trúarstríðum og sósíalisma.
Til að fullkomna heimsókn til Prag verður svo að ganga yfir Karlsbrúna, sem er ein af elstu steinbrúm Evrópu, og skoða skúlptúrana sem prýða hana. Prag er borg sem sameinar allt í senn; sögu, menningu og fegurð!
Prag er skemmtilegur áfangastaður fyrir alla, hvort sem þú ert að leita að menningu, mat, tónlist, iðandi stórborgarlífi eða einfaldlega afslöppun. Borgin býður upp á fjölbreytta afþreyingu við allra hæfi.
Hér eru dæmi um áhugaverða staði til að heimsækja:
Fimmtudagur
Ferðadagur
Föstudagur
Fræðandi bæjarferð með íslenskri fararstjórn – 4 klst.
Valfrjálsir dagskrárliðir:
Laugardagur
Árshátíðarkvöldverður (valfrjálst)
Valfrjálsir dagskrárliðir:
Sunnudagur
Frjáls morgunn í borginni.
Valfrjálsir dagskrárliðir:
Flogið heim til Íslands seinni partinn.
Gist er á 4* hótelinu Adria með morgunmat inniföldum.
Hótelið er ótrúlega vel staðsett í miðborg Prag. Þar má finna veitingastað og barþjónustu ásamt því að gjaldfrjálst þráðlaust net býðst gestum. Í hverju herbergi má finna loftkælingu og flatskjá með gervihnattasjónvarpi.
Gestamóttaka hótelsins er opin allan sólarhringinn.
Adria hótelið er í stuttri göngufjarlægð frá gamla bæjarhlutanum í Prag og tekur aðeins um 10 mínútur að ganga á hið fræga Gamlabæjartorg og í nærliggjandi verslunarmiðstöðvar.
Vinsamlega athugið að ljósmyndir af gististöðum, sem birtar eru á heimasíðu Tíu þúsund feta, eru fengnar frá gististöðunum. Þær eru aðeins til þess að gefa hugmynd um útlit þeirra. Tíu þúsund fet bera ekki ábyrgð á því ef eitthvað hefur breyst á gististöðunum frá því að ljósmyndir voru teknar. Tíu þúsund fet stjórna ekki staðsetningu farþega innan gististaða.
Í borgarferðum Tíu þúsund feta fara þaulreyndir íslenskumælandi fararstjórar með í ferðirnar. Rún og Trausti hafa starfað við margs konar ferðaþjónustu í 25 ár ásamt því að ferðast um víða veröld og eru viskubrunnar um sögu og menningu Prag.
Rún og Trausti munu sjá til þess að farþegar upplifi og njóti sín til fulls í þessari draumaferð til Prag, þar sem fræðsla og umfram allt skemmtileg upplifun verður sett í forgang.
Flug:
Farangur:
Hótel:
Fæði:
Akstur
Ferðir
Fararstjórn
Í nafni náttúrunnar
EKKI INNIFALIÐ