Asía er stærsta heimsálfan en hún nær yfir 30% af flatarmáli þurrlendis jarðar og þar eru tæplega fimmtíu lönd, þar sem ólík tungumál eru töluð. Í þeim býr ríflega helmingur allra jarðarbúa og þaðan eru einar elstu heimildir að finna um samfélög manna. Í álfunni er að finna fjölmennustu lönd heims, Indland og Kína en þar eru m.a. hin ótrúlegu mannvirki sem teljast til sjö undra veraldar, Taj Mahal og Kínamúrinn.
Asía á sér ekki bara langa sögu heldur einnig margskonar, þar sem fjölbreytt menning ríkir með ólíkum trúarbrögðum. En helstu trúarbrögð heims urðu til í Asíu, m.a. hindúatrú, búddatrú, kristni og islam. Í löndum eins og Kína og Indlandi var að finna stærstu hagkerfi heims og höfðu þau mikið aðdráttarafl fyrir ýmsa landkönnuði og landvinningamenn, sem fóru m.a. um hina þekktu verslunarleið, Silkiveginn.
Landslagið er gríðarlega ólíkt eftir landssvæðum en þar má finna allar landslagsgerðir jarðkringlunnar allt frá túndrum Síberíu í norðri yfir til suðrænna regnskóga Suðaustur-Asíu og í álfunni má finna hæstu fjallstinda heims eins og Mount Everest í Himalaya-fjallgarðinum og víðfeðmar eyðimerkur og frjósamar sléttur.
Þá er dýralífið einstaklega fjölskrúðugt, þar sem m.a. má finna fjölda tegunda fugla og skordýra ásamt tignarlegum spendýrum á við síberísk tígrisdýr og asíska fíla.
Meðal landa í Asíu eru Tæland, Víetnam, Kína, Indland, Uzbekistan, Jórdanía og Japan.
Deildu þessari ferð