Upplifðu með okkur töfrandi náttúru og ólíka menningarheima. Í National Geographic ferðunum okkar færðu einfaldlega meira út úr ferðinni. Tíu þúsund fet kynna með stolti frábærar landkönnunarferðir víða um heiminn, í samstarfi við G Adventures og National Geographic. Ferðirnar eiga sér langa sögu og hafa þróast í ferðaupplifun sem engu öðru líkist þar sem kafað er djúpt í menningu og sögu staðanna.
Upplifðu heiminn með spennandi og skemmtilegum ferðum Tíu þúsund feta og National Geographic.
Ferðir National Geographic eiga sér langa sögu þar sem kafað er djúpt í menningu, sögu og náttúru staðanna.
Ferðirnar bjóða upp á meiri þægindi, betri gistingu og meira innifalið. Gisting er valin sérstaklega með áfangastaðinn í huga.
Ferðirnar tengja þig við heillandi fólk og verkefni, skapa þroskandi upplifun fyrir bæði þig og heimafólk.
Ferðalög geta og eiga að vera afl til góðs í veröldinni. Ferðirnar okkar styðja við samfélagsverkefni og bæta lífsafkomu á stöðum sem heimsóttir eru.