,,Við hjónin mælum heilshugar með fararstjórn Rúnar og Trausta. Við ferðuðumst um eyjuna m.a. í rútu, á bíl og fótgangandi og allt gekk eins og í sögu, vel ígrundað, skipulagt og skemmtilegt. Þau voru alltaf með vellíðan og öryggi okkar í huga og maður fann það sterkt. Það besta við ferðina með þeim var hversu fróð þau voru um staðhætti og sögu staðarins, sögðu skemmtilega frá og kynntu matsölustaði innfæddra, leyndar perlur eyjarinnar og náttúruna.„