Stórkostleg skíðaferð á eitt fallegasta skíðasvæði frönsku Alpanna, Dalina þrjá. Notaleg stemning ríkir í bænum þar sem finna má úrval fallegra verslana og frábæra veitingastaði. Skíðasvæðið er fyrsta flokks með 600 kílómetrum af glæsilegum brekkum við allra hæfi.
Stórfengleg skíðaferð í frönsku Ölpunum, þar sem dvalið er í heillandi fjallabæ, Val Thorens. Flogið er til Genf og þaðan keyrt í dýrðina, þar sem skíðað verður alla daga við frábærar aðstæður. Gist er á glæsilegu 4* skíðahóteli sem er vel staðsett.
Svæðið býður upp á ótrúlega fjölbreytt skíðasvæði, þar sem allir geta fundið brekkur við sitt hæfi. Góðar tengingar eru á milli allra svæðanna og fjölda góðra veitingastaða er að finna víðsvegar í snæviþöktum hlíðunum, þar sem notalegt er að njóta matar og drykkjar með útsýni sem svíkur engan.
Val Thorens er dásamlegt víðfrægt skíðasvæði í frönsku Ölpunum en það er stærsta skíðasvæði veraldar ásamt því að vera það hæsta yfir sjávarmáli í álfunni. Skíðabærinn sjálfur er þekktur fyrir skemmtilegt mannlíf þar sem finna má fjölda góðra veitingastaða, kaffihúsa og fallegra verslana.
Svæðið á sér í raun langa sögu sem vinsæll áfangastaður fyrir þá sem vilja stunda útivist og vetraríþróttir af ýmsu tagi. Dalirnir þrír hafa þróast í að vera eitt vinsælasta skíðasvæði frönsku Alpanna, þar sem fjöldi alþjóðlegra skíðaviðburða hafa verið haldnir ásamt því að vera vinsæll áfangastaður fyrir stjörnur og áhugasamt vetraríþróttafólk. Þar ríkir einstök gestrisni og vinalegt viðmót, sem skapar einstaklega notalega og góða stemningu í Val Thorens.
Eins og allir þekkja, sem til Frakklands hafa komið, þá gerist maturinn varla betri á heimsvísu og er innifalið úrvals matur á hótelinu, bæði morgunverðarhlaðborð og ljúffengur kvöldverður með drykkjarpakka.
Dalirnir þrír er einfaldlega frábær skíðaáfangastaður!
Laugardagur 1. febrúar
Sunnudagur 2. febrúar
Mánudagur 3. febrúar
Þriðjudagur 4. febrúar
Miðvikudagur 5. febrúar
Fimmtudagur 6. febrúar
Föstudagur 7. febrúar
Laugadagur 8. febrúar
Vinsamlega athugið
Ofangreind dagskrá er birt með fyrirvara. Tíu þúsund fet áskilja sér rétt til að breyta dagskrá ef á þarf að halda með tilliti til veðurs og annarra aðstæðna, að sjálfsögðu með heill farþega í fyrrúmi.
Í ferðinni er mikilvægt að vera heilsuhraustur og vera reiðubúinn til að takast á við líkamlega hreyfingu á skíðum. Hver og einn getur valið sér brekkur og skíðasvæði við sitt hæfi.
Í skíðaþorpinu gistum við á 4* stjörnu skíðahótelinu Marielle – Hotel & Spa sem er vel staðsett skammt frá miðbænum. Aðstaðan á hótelinu er öll hin snyrtilegasta og þar má finna heilsulind sem gott er að njóta að loknum fallegum skíðadegi.
Hótelið er staðsett við skíðabrekkur þar sem hægt er að skíða í og frá hótelinu. Þar er einnig hægt að nálgast lyftukort og skíðabúnað til leigu.
Herbergin eru öll vel útbúin og hugguleg þar sem farþegar Tíu þúsund feta geta látið fara vel um sig. Morgunmaturinn á hótelinu er fjölbreyttur og vel útbúinn.
Vinsamlega athugið að ljósmyndir af gististöðum, sem birtar eru á heimasíðu Tíu þúsund feta, eru fengnar frá gististöðunum. Þær eru aðeins til þess að gefa hugmynd um útlit þeirra. Tíu þúsund fet bera ekki ábyrgð á því ef eitthvað hefur breyst á gististöðunum frá því að ljósmyndir voru teknar. Tíu þúsund fet stjórna ekki staðsetningu farþega innan gististaða. Athugið einnig að gististaðir geta breyst en þá er ávallt boðið upp á sambærilega gististaði eða betri.
Í þessari skíðaferð Tíu þúsund feta fara þaulreyndir íslenskumælandi fararstjórar með, þau Rún Kormáksdóttir og Trausti Hafsteinsson. Þau hafa starfað við margs konar ferðaþjónustu í 25 ár ásamt því að hafa ferðast og skíðað víða í veröldinni. Þau munu sjá til þess að farþegar upplifi og njóti sín til fulls í þessari draumaferð í frönsku Ölpunum, þar sem skemmtileg upplifun og útivist verður sett í forgang.
Flug:
Farangur:
Akstur:
Gististaðir:
Fæði:
Fararstjórn
Í nafni náttúrunnar
EKKI INNIFALIÐ
Athugið að listinn er ekki tæmandi og aðeins til viðmiðunar.