Tíu þúsund fet bjóða nú upp á flotta æfingaferð í knattspyrnu á Amerísku ströndinni, á sólríkri suðurströnd Tenerife. Strandbærinn vinsæli býður frábærar aðstæður fyrir fótboltamanninn; fallegar strendur, góðan gististað og flottar æfingaaðstæður sem eru vel staðsettar á strandsvæðinu.
Tíu þúsund fet kynna æfingaferð til Tenerife fyrir karla- og kvennalið í knattspyrnu. Ferðin hentar vel til þess að æfa við toppaðstæður og hrista hópinn vel saman. Miðað er við beint flug frá Keflavíkurflugvelli.
Dvalið er í huggulegum strandbæ á suðurhluta eyjarinnar fögru þar sem finna má allt til alls fyrir sólþyrsta ferðalanga. Æfingaaðstaðan er mjög góð, jafnt á góðum knattspyrnugrasvelli sem og í flottri líkamsræktarstöð sem hvoru tveggja má finna í göngufjarlægð frá gististaðnum.
Hér er frábært tækifæri til að æfa við bestu aðstæður og njóta óþrjótandi afþreyingarmöguleika á sólríkum slóðum. Þú finnur ekki betri leið til að hrista hópinn saman og æfa liðið fyrir komandi keppnir á Íslandi.
Tenerife er stærsta og fjölsóttasta eyjan af þeim átta eyjum sem tilheyra Kanaríeyjunum. Hún er staðsett mitt á milli eyjanna Gran Canaria, La Gomera og La Palma. Tenerife er eldfjallaeyja sem talin er að hafi myndast fyrir 8 milljónum ára. Hún er í u.þ.b. 300 km fjarlægð frá meginlandi Afríku og í u.þ.b. 1300 km frá meginlandi Spánar. Eyjan er 2.034 ferkílómetrar að flatarmáli og er eins og þríhyrningur í laginu og fer hún hækkandi eftir því sem nær dregur miðju og nær hámarki með Pico del Teide sem er hæsta fjall Spánar í 3.718 m hæð yfir sjávarmáli. Santa Cruz er höfuðborgin þar sem búa um 250.000 íbúar en á eyjunni búa tæplega milljón manns.
Meðalhiti á Tenerife er í kringum 22-25 °C en athugið að hitastigið getur verið lægra upp til fjalla.
Á Tenerife er veðrið einfaldlega gott allan ársins hring. Meðalhiti er um 20-22 gráður, á svalari dögum fer hitinn vart undir 15 gráður en sjaldan yfir 30 gráður í sumarhitum. Árstíðirnar koma og fara án þess að nokkur maður taki eftir því. Á suðurhluta Tenerife er eitthvert stöðugasta og besta loftslag á jörðinni – sól og blíða allan ársins hring.
Eyjan býður upp á fjölbreytta afþreyingu, þar sem m.a. er að finna stærstu go-kart braut í Evrópu ásamt einum allra glæsilegasta vatnsrennibrautagarði heims, Siam Park. Við ströndina er hægt að finna ýmsa afþreyingu; s.s. sjóskíði, bananabáta, siglingar og köfun.
Í gamla fiskimannabænum Los Cristianos ríkir skemmtileg stemning frá morgni til kvölds, en þar er að finna margar göngugötur með fullt af litlum verslunum, veitingastöðum og fleiru, sem skemmtilegt er að skoða. Svo tekur Playa de las Américas strandbærinn við með stór hótel, margar verslanir auk verslunargötu. Hér eru veitingastaðir sem bjóða fjölbreyttan mat, t.d. kínverskan, indverskan og að sjálfsögðu spænskan. Þá er hér að finna fjölskrúðugt næturlíf með mörgum börum og dansstöðum.
Playa de las Américas, strandsvæði sem oft er kallað Las Américas eða Ameríska ströndin, er ein af vinsælustu áfangastöðum Tenerife, staðsett á suðurhluta eyjarinnar. Svæðið er þekkt fyrir iðandi mannlíf, skemmtilegar verslanir, afslappað andrúmsloft, fallegar strendur, fjölbreytta afþreyingu og frábæra veitingastaði. Las Américas er frábær staður fyrir þá sem leita að skemmtun, afslöppun og fjölbreyttum afþreyingarmöguleikum á Tenerife!
Fimmtudagurinn
Ferðadagur (Flug kl. 09:10)
Föstudagurinn
Æfingar & þjálfun.
Laugardagurinn
Æfingar & þjálfun.
Sunnudagurinn
Æfingar & þjálfun.
Mánudagurinn
Æfingar & þjálfun.
Þriðjudagurinn
Æfingar & þjálfun.
Miðvikudagurinn
Æfingar & þjálfun.
Fimmtudagurinn
Ferðadagur (Flug kl. 15:50)
Langar þig til að hrista hópinn saman og æfa við toppaðstæður á eyjunni fögru? Vilt þú dvelja á góðu hóteli þar sem stutt er í alla þjónustu? Ef svarið er JÁ, þá er þetta rétta ferðin fyrir þig.
Íþróttasvæðið býður uppá flottar æfingaaðstæður fyrir knattspyrnu þar sem lið víða að hafa vanið komið sínar til æfinga. Æfingasvæðið býður bæði uppá hefðbundinn grasvöll og gervigrasvöll sem hægt er að æfa á. Ástand grasvallarins hverju sinni og veðuraðstæður kunna að leiða til æfinga á gervigrasvellinum í einhverjum tilvikum.
Þetta hafa farþegar okkar úr æfingaferðum á Tenerife að segja:
,,Allt upp á 10,5! Allt skipulag stóðst 100%. Við vorum mjög sátt, frábærar aðstæður!“
Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Val
,,Frábært skipulag í virkilega góðri æfingferð. Æfingasalurinn sá besti sem ég hef æft í. Við vorum mjög sátt, frábærar aðstæður og bærinn virkilega hentugur fyrir svona hópa. Þetta er líklega besta æfingaferð sem við höfum farið í, hún var algjörlega uppá 10…þúsund fet!“
Einar Jónsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá Fram
,,Þetta var frábær ferð. Höllin er algjörlega til fyrirmyndar, lyftisalurinn mjög fínn og hótelið frábært. Öll aðstaðan var til fyrirmyndar og við vorum hrikalega ánægð með allt og mælum heilshugar með ferðinni!”
Sólveig Lára Kjærnested, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍR
,,Þessi æfingaferð var frábær! Höllin og lyftingaaðstaðan frábær. Trausti og Rún hjá Tíu þúsund fetum voru mjög liðtæk við að hjálpa okkur eða að aðstoða okkur þegar það þurfti að gera einhverjar breytingar. Okkar upplifun var virkilega góð og allir rosalega ánægðir!“
Jón Brynjar Björnsson, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Aftureldingu
,,Hótelið var frábært og allt skipulag stóðst uppá 10. Frábær æfingaaðstaða og bærinn hentar mjög vel með allt í göngufæri. Takk kærlega fyrir okkur!”
Sigurjón Friðbjörn Björnsson, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Gróttu
Gist er á 4* hótelinu Gara Suites Golf & Spa með fullu fæði.
Hótelið er vel staðsett og huggulegt hótel á Amerísku ströndinni, Playa de las Americas. Æfingasvæðið er að finna í göngufjarlægð frá hótelinu og því hægt að ganga á æfingar.
Herbergin eru björt og snyrtileg. Sameignarsvæði hótelsins er fallegt og innréttað í notalegum stíl. Veitingastaður og hótelbar eru með snyrtilegasta móti. Móttakan er opin allan sólarhringinn.
Á hótelinu er glæsilegt og huggulegt sundlaugarsvæði á þaki hótelsins þar sem gestir fá úrvals aðstöðu til þæginda, hvíldar og sólbaða.
Hótelið býður upp á gjaldfrjálsa Wi-Fi tengingu en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Vinsamlega athugið að ljósmyndir af gististöðum, sem birtar eru á heimasíðu Tíu þúsund feta, eru fengnar frá gististöðunum. Þær eru aðeins til þess að gefa hugmynd um útlit þeirra. Tíu þúsund fet bera ekki ábyrgð á því ef eitthvað hefur breyst á gististöðunum frá því að ljósmyndir voru teknar. Tíu þúsund fet stjórna ekki staðsetningu farþega innan gististaða. Athugið einnig að gististaðir geta breyst en þá er ávallt boðið upp á sambærilega gististaði eða betri.
Flug:
Farangur:
Hótel:
Fæði:
Æfingar
Akstur
Í nafni náttúrunnar
EKKI INNIFALIÐ