Afríka er önnur stærsta og næst fjölmennasta heimsálfan með yfir fimmtíu lönd og er hún þekkt fyrir fjölbreytta menningu og tungumál ásamt ríkri sögu, þar sem vísbendingar um elstu siðmenningu heims er að finna.
Landslag Afríku einkennist af miklum andstæðum allt frá víðfeðmum eyðimörkum eins og Sahara yfir í þétta gróðursæla regnskóga Kongó. Í heimsálfunni er einnig að finna háa fjallgarða eins og Atlasfjöllin, þar sem snjór fellur á hæstu toppum og eþíópíska hálendið en hæsta fjall Afríku er Kilimanjaro í Tansaníu.
Þá er villt dýralíf einstaklega fjölskrúðugt í Afríku og ekki óalgengt að fólk geri sér far um að komast í safaríferðir, þar sem það getur barið augum vinsæl dýr á við fíla, gíraffa, ljón og nashyrninga svo fátt eitt sé nefnt.
Í Afríku er að finna fjölbreytta blöndu af ólíkum samfélögum og menningu, þar sem listir eins og tónlist, dans, matarlist og bókmenntir spila stórt hlutverk í hefðum þeirra en áhrif þessara hefða hafa teygt anga sína víða um heiminn.
Saga heimsálfunnar einkennist af frægri fornri siðmenningu eins og í Egyptalandi, þar sem finna má hina ótrúlegu margra alda gömlu pýramída. Álfan hefur einnig orðið fyrir áhrifum landnáms evrópskra landvinningamanna, þrælahaldi og síðar baráttu fyrir sjálfstæði.
Meðal landa í Afríku eru Marokkó, Líbía, Túnis, Egyptaland, Kenýa, Tanzanía, Suður-Afríka, Úganda, Namibía, Gambía og Senegal.
Deildu þessari ferð