Evrópa er næst minnsta heimsálfan, með tæplega fimmtíu löndum og er hún sú þriðja fjölmennasta á eftir Asíu og Afríku.
Landslag Evrópu er fjölbreytt, þar má finna jökla, vötn, fossa og ár, akra og skóga, snjóþunga tinda eins og Alpana og fagrar strendur Miðjarðarhafsins svo dæmi séu tekin. Evrópa er þekkt fyrir mörg tungumál af ólíkum uppruna, ríka menningararfleifð og áhrifaríka sögu sem má rekja langt aftur í aldir.
Veðurfarið er líka mjög breytilegt á milli landa og sömuleiðis vistkerfið, sem veitir búsvæði fyrir margs konar gróður og dýralíf en þar má finna dýrategundir eins og refi, hreindýr, elgi, brúna skógarbirni og minka. Í Evrópu er að finna fjölmörg heimsþekkt kennileiti og byggingar með mikla sögu, eins og Eiffelturninn í París, Colosseum í Róm og Akrópólis í Aþenu.
Álfan er einnig fræg fyrir listir, en þaðan koma m.a nokkrir af okkar frægustu mynd- og tónlistarmönnum mannkynssögunnar, eins og tónskáldin Bach og Mozart og myndlistarmennirnir Picasso og Van Gogh. Þá er saga Evrópu einnig þekkt fyrir vísindi, arkitektúr og heimspeki og matarmenningin er skemmtileg blanda frá ýmsum heimshornum. Í Evrópu er líka að finna margar þekktar borgir, sem er einstaklega gaman að heimsækja, þar sem þær eru ríkar af menningu og sögu, London, París, Róm!
Meðal landa í Evrópu eru Ísland, Pólland, Ítalía, Króatía, Búlgaría og Ungverjaland.
Deildu þessari ferð