Eyjaálfan er minnsta heimsálfan með 14 löndum og er hún jafnframt sú fámennasta ef frá er talið Suðurskautið.
Heimsálfan er þekkt fyrir fjölbreytta menningu og sögu sem má rekja aftur um 50.000 ár. Heimsálfan er einangruð og þar hafa þróast einstakar tegundir villtra dýra og plantna, en yfir 80% þeirra finnast aðeins í Eyjaálfunni, t.d. tegundir eins og kengúrur og kóalabirnir.
Þá er þar að finna ótrúleg náttúruundur, heimsins stærstu kóralrif, The Great Barrier Reef og önnur náttúruundur eins og hinn heilaga Uluru sandstein og the Daintree regnskógana. Landslagið einkennist af mikilli fjölbreytni allt frá víðáttu miklum eyðimerkursléttum, þar sem hitinn getur farið yfir 50°C, yfir til hárra snæviþaktra fjallstinda. Í heimsálfunni er einnig að finna fjölda stöðuvatna og áa.
Þekktustu borgir álfunnar teljast vera Melbourne og Sydney í Ástralíu en í þeirri síðarnefndu er að finna eitt af sjö undrum heims, hina frægu óperuhöll.
Menning heimsálfunnar er fjölbreytt og einkennist einkum af áhrifum frá frumbyggjum Ástralíu og Márum í Nýja Sjálandi. Þar er aðallega töluð enska en tungumál frumbyggjanna og máranna fyrirfinnst þó ennþá ásamt öðrum tungumálum. Ýmis trúarbrögð eru stunduð í heimsálfunni þó einkum búddismi, hindúismi og islam.
Í álfunni er að finna lönd eins og Ástralíu, Nýja Sjáland og ýmsar Kyrrahafseyjar eins og Papúa nýja Gínea og Fiji-eyjar.