Norður-Ameríka er þriðja stærsta heimsálfan og samanstendur af rúmlega tuttugu löndum, þar á meðal Bandaríkjunum, Kanada, Mexíkó og fjölda eyríkja í Karíbahafinu. Hún er fjórða fjölmennasta álfan í veröldinni.
Álfan einkennist af fjölbreyttu landslagi, þar á meðal víðáttumiklum fjallgörðum eins og Klettafjöllunum og elstu fjallgörðum heims Appalachian fjöllunum, víðáttumiklum sléttum og frjósömum árdölum, þéttum skógum, eyðimörkum og fallegum ströndum. Þar eru líka stórfengleg náttúruundur eins og Miklagljúfur og Yellowstone þjóðgarðurinn ásamt Niagara-fossunum. Þar hafa einnig fundist flestir steingervingar frá tímum risaeðlanna.
Dýralíf er einnig fjölbreytt og fer eftir landsvæðum hvaða tegundir eru algengastar, en í álfunni finnast m.a. heimkynni skógarbjarna, úlfa, elga, skallaarna og krókódíla. Álfan á sér ríka sögu frumbyggja og varð fyrir miklum áhrifum frá landnámi Evrópu sem leiddi til fjölbreyttra samfélaga innan álfunnar.
Þá er margar frægar borgir að finna í álfunni eins og New York, Chicago, Los Angeles, Las Vegas og San Francisco, allar með litríka og lifandi menningu.
Deildu þessari ferð