Suður-Ameríka er fjórða stærsta heimsálfan með tólf sjálfstæðum ríkjum og er hún fimmta fjölmennasta álfa heims.
Álfan er þekkt fyrir fjölbreytta og töfrandi náttúru og landslag, þar á meðal Amazon regnskógana, þá stærstu sinnar tegundar í heiminum, hin háu og snæviþöktu Andesfjöll, Atacama eyðimörkina, fornar inkaslóðir í Machu Picchu og Páskaseyjar í Kyrrahafi. Suður-Ameríka er einnig heimili fjölbreyttra dýrategunda eins og krókódíla, jagúara, páfagauka og túkana sem lifa í regnskógum álfunnar og mörgæsa og sæljóna í suðrinu.
Suður-Ameríka hefur einnig fjölbreytta menningu sem litast af frumbyggjum Inka, Maya og Aztec, eins frá evrópskum menningarheimum sem lögðu undir sig nýlendur og fluttu inn fólk m.a. frá Afríku. Þá hefur talsverður fjöldi fólks frá Asíu sest að í Suður-Ameríku. Þetta hefur leitt til fjölbreyttrar blöndu tungumála, trúarbragða og hefða um alla álfuna. En menningin einkennist af líflegum og fjölbreyttum matar-, tónlistar- og danshefðum, en tangó frá Argentínu og samba frá Brasilíu eru með þekktustu latínudönsum heims.
Meðal landa í Suður-Ameríku eru Brasilía, Argentína, Chile, Perú, Bólivía, Venezúela og Kólumbía. Brasilía er stærst allra landa í Suður-Ameríku og þar er að finna eitt flottasta borgarstæði heims, Rio de Janeiro, þar sem fræg kennileiti eins og Sykuhleifinn og Kristsstyttuna er að finna ásamt því að þar er haldin árlega glæsilegasta kjötkveðjuhátíð heims.
Deildu þessari ferð