Heimurinn er víðáttumikill og fjölbreyttur staður, þar sem yfir 8 milljarðir manna búa með ólíkan uppruna.
Jörðin er þriðja plánetan frá sólu og eina þekkta himintunglið þar sem fyrirfinnst líf eins og við þekkjum það en heimurinn samanstendur af heimsálfum með ótal löndum sem öll einkennast af einstöku landslagi, náttúru og dýralífi. Þá liggja að heimsálfunum höf sem þekja meirihluta jarðarinnar og fyrir vikið þá er jörðin stundum kölluð Bláa plánetan.
Hún hefur mörg ólík vistkerfi, þar á meðal höf, skóga, eyðimerkur og jökla og þar eru heimkynni dýra og plantna í milljóna tali. Mannkynssagan hefur séð uppgang og fall siðmenningar, tækniframfarir og horft fram á félagslegar, pólitískar og umhverfislegar áskoranir og tekið þátt í margskonar stríðum. Þá hefur mannkynið frá örófi alda byggt upp borgir með ótrúlegum mannvirkjum og fyllt þær af ríkri sögu og hefðum.
Á jörðinni ríkir merkilegt loftslagskerfi með ólíkum veðrum, sem gerir það að verkum að fólk með ferðaþrá getur ávallt valið sér heimshluta til að heimsækja út frá ólíkum veðri.
Deildu þessari ferð