Við erum lítið fjölskyldurekið útgáfufyrirtæki, sem sérhæfir sig í útgáfu á íslenskum borðspilum.
Frá árinu 2001 höfum við sérhæft okkur í að gefa út okkar eigin borðspil til að skemmta íslensku þjóðinni. Spilin eru nú orðin tíu talsins og hafa þau öll notið talsverðra vinsælda meðal almennings. Á teikniborðinu eru fleiri titlar sem gefnir verða út á næstu árum og við erum með vefsvæðið www.spilum.is.
Við hreinlega elskum að spila!
Hér finnur þú úrvalið af spilum okkar síðustu tuttugu ár.