Ólýsanlegt draumaferðalag á framandi slóðir Brasilíu, þar sem hver perlan á fætur annarri verður skoðuð í umhverfi sem á sér fáa líka. Hér er einfaldlega á ferðinni draumaferðin, sem enginn ætti að missa af, þar sem náttúra, menning, saga, matur og drykkir leika stórt hlutverk.
Ólýsanlegt draumaferðalag á framandi slóðir Brasilíu, þar sem hver perlan á fætur annarri verður skoðuð í umhverfi sem á sér fáa líka. Hér er einfaldlega á ferðinni draumaferðin, sem enginn ætti að missa af, þar sem náttúra, menning, saga, matur og drykkir leika stórt hlutverk.
Í þessari meiri háttar ferð verður byrjað á heimsókn til einnar fallegustu borgar veraldar, Rio de Janeiro, sem býr yfir stærsta þéttbýlisskógi veraldar og einni stærstu og mikilfenglegustu náttúrulegu höfn heims ásamt hinum glæsilegu ströndum Copacabana og Ipanema. Í samneyti við þessa mögnuðu náttúru, má sjá fjöruga apa í trjám á hornum næstu götubara, blómlegar orkideur og iðandi litríkt mannlíf.
Strendurnar einkennast einnig af skemmtilegu mannlífi, þar sem túristar njóta lífsins innan um heimamenn. Þar má sjá fólk við ýmsa leiki og stunda strandíþróttir eins og blak og djarfa brimbrettakappa í öldunum. Þá er ekki óalgeng sjón að sjá fólk með ferskt kókoshnetuvatnsglas í hönd eða sötra Caipirinha í góðra vina hópi að fylgjast með sólsetrinu við Dois Irmaos, Tveggja-bræðra-tindana.
Í þessari ferð verður engu til sparað, við munum heimsækja m.a. hina stórfenglegu Kriststyttu, sem var valin ein af sjö undrum veraldar og förum upp á hinn magnaða tind Sykurhleifsins en kletturinn hefur verið settur á heimsminjaskrá UNESCO. Þess má einnig geta að Ríó hefur verið sett á heimsminjaskrá UNESCO og er hún vinsælust borga heim að sækja af ferðamönnum.
Eftir heimsókn okkar til Rio de Janeiro er haldið inn í hinn stórfenglega þjóðgarð Iguazu, þar sem er að finna magnaða fossa, Iguazú-fossana en þeir eru einir af sjö náttúruundrum veraldar með yfir 275 kraftmikila fossa, sem mynda keðju sem spannar um 2,7 km að lengd og gerir þá að umfangsmestu fossum heims. Fossarnir eru margir um 80 m á hæð og 80% þeirra er að finna Argentínumegin. Árnar sem renna í þá marka landamæri á milli Brasilíu, Argentínu og Paraguay. Fossarnir verða skoðaðir beggja vegna landamæra Brasilíu og Argentínu ásamt því verður skroppið yfir landamæri Paraguay.
Það er í raun ólýsanleg tilfinning að ganga um svæði fossanna, en frábærar gönguleiðir hafa verið útbúnar fyrir gesti þjóðgarðsins, þannig að ferðamenn komast í mikla nálæga snertingu við þennan ógnarkraft í mögnuðu umhverfi fossanna sem eru með þeim fallegustu í heimi.
Rúsínan í pylsuendanum verður ferð okkar í stærsta regnskóga veraldar, þar sem siglt verður á fimm stjörnu fljótaskipi á Amazon-fljótinu ásamt því að fara á einstakar slóðir heimamanna og frumbyggja skógarins.
Lífríki og umhverfi svæðisins, sem stundum hafa verið kölluð lungu alheimsins, eiga sér ekkert líkt í heiminum og það er hreinlega erfitt að lýsa því með orðum.
Í Amazon-skógunum er að finna fjölbreyttasta lífríki veraldar og um einn þriðji alls lífríkis í heiminum má finna í skógunum. Þar eru t.d. flestar tegundir spendýra og fiska og um 80.000 trjá- og runnategundir.
Hver veit nema að þú eigir eftir að fá draum þinn uppfylltan og sjáir eitthvað af eftirtöldum dýrategundum; pyranea-fiska, anacondur, köngulær af ýmsum stærðum og gerðum, erni, jagúar, bleika höfrunga, apa, froska, caiman (smákrókódíla), túkana, uglur, risa beltisdýr og puma.
Þetta er einfaldlega heimshluti sem er stórkostlegt að heimsækja!
Hér finnur þú ævintýraferðina okkar til Brasilíu.