Stórskemmtileg kvennaferð á Tenerife með stuðboltanum Siggu Kling. Þetta er ferð fyrir allar þær sem vilja hafa það gott, skemmta sér með kynsystrum sínum og njóta á 4* gistingu í fallegum strandbæ á eyjunni fögru.
Sigga Kling er einstaklega lifandi og litríkur karakter og trúir því að með jákvæðu hugarfari séu manneskjunni allir vegir færir. Meðfram hreyfingu og skemmtilegri dagskrá mun hún án efa skyggnast inn í framtíðina með farþegum okkar með dulspekilegum aðferðum.
Sól og blíða, núllstilling og skemmtilegur félagsskapur kvenna í 8 daga, er það ekki eitthvað? Það er svo gaman með Siggu Kling!
Í þessari einstöku kvennaferð, í fallegum og líflegum strandbæ á norðurhluta Tenerife, verður gleðin við völd með hinni einstöku Siggu Kling í broddi fylkingar. Þetta er skemmtiferð í allra jákvæðustu merkingu þess orðs.
Í þessari dásamlegu kvennaferð nærðu að setja sjálfa þig í fyrsta sæti og dekra við líkama og sál. Eftir vikuna verður þú endurnærð eftir samveruna við fjörugan félagsskap Siggu Kling og annarra kvenna, sem hafa gaman af lífinu.
Hótelið er huggulegt og ný tekið í gegn og er á besta stað í bænum, rétt ofan við fallegar strendur og gamla miðbæinn.
Tenerife er stærsta og fjölsóttasta eyjan af þeim átta eyjum sem tilheyra Kanaríeyjunum. Hún er staðsett mitt á milli eyjanna Gran Canaria, La Gomera og La Palma. Tenerife er eldfjallaeyja sem talin er að hafi myndast fyrir 8 milljónum ára. Hún er í u.þ.b. 300 km fjarlægð frá meginlandi Afríku og í u.þ.b. 1300 km frá meginlandi Spánar. Eyjan er 2.034 ferkílómetrar að flatarmáli og er eins og þríhyrningur í laginu og fer hún hækkandi eftir því sem nær dregur miðju og nær hámarki með Pico del Teide sem er hæsta fjall Spánar í 3.718 m hæð yfir sjávarmáli. Santa Cruz er höfuðborgin þar sem búa um 250.000 íbúar en á eyjunni búa tæplega milljón manns.
Meðalhiti á Tenerife er í kringum 22-25 °C en athugið að hitastigið getur verið lægra upp til fjalla.
Gamli bærinn í Puerto de la Cruz er líflegur og skemmtilegur með fallegum húsum, kirkjum og göngugötum og skemmtilegum verslunum. Hafnarsvæðið og hafnargarðarnir eru einnig skemmtilegir og sitthvoru megin við þá er að finna tvær sandstrandir sem notalegt er að heimsækja. Útfrá annarri þeirra eru jafnframt fallegar og gróðursælar gönguleiðir sem ná í raun langleiðina eftir allri norðustrandlengju eyjarinnar.
Ein elsta kapella Kanaríeyja er einnig að finna í miðbæ Puerto de la Cruz og heitir hún Ermita de San Amaro. Hún er frá 16. öld og var hún vígð með það að markmiði að kristna frumbyggjana. Í strandbænum, alveg niðri við sjávarsíðuna, er líka fallegur sundlaugagarður, Lago Martianez, og í miðjum bænum er síðan að finna einn glæsilegasta dýragarð veraldar, Loro Parque.
Í bænum má einnig finna fallega grasagarða frá 18. öld, annars vegar El Botánico og hins vegar Jardin de Orquideas þar sem rithöfundinn frægi, Agatha Christie, vandi komur sínar og fékk hugmynd að bók sinni The Mysterious Mr. Quin. Síðan eru líka fallegar og litríkar tröppur í bænum tileinkaðar rithöfundinum þar sem hver og ein trappa táknar bókakjöl bóka hennar. Þar er svo einnig barinn San Telmo Lido sem varð frægur fyrir það eitt að hafna Bítlunum að spila á sínum tíma. Þá er flottur golfvöllur í nágrenninu og stórir verslunarkjarnar ofar í bænum.
Laugardagurinn 27. september
Sunnudagurinn 28. september
Hádegi
Síðdegi
Kvöld
Mánudagurinn 29. september
Hádegi
Síðdegi
Kvöld
Þriðjudagurinn 30. september
Hádegi
Síðdegi
Kvöld
Miðvikudagurinn 1. október
Hádegi
Síðdegi
Kvöld
Fimmtudagurinn 2. október
Hádegi
Síðdegi
Kvöld
Föstudagurinn 3. október
Hádegi
Síðdegi
Kvöld
Laugadagurinn 4. október
Vinsamlega athugið
Ofangreind dagskrá er birt með fyrirvara. Tíu þúsund fet áskilja sér rétt til að breyta dagskrá ef á þarf að halda með tilliti til veðurs og annarra aðstæðna, að sjálfsögðu með heill farþega í fyrrúmi.
Ert þú til í skemmtilegt frí með öðrum konum, þar sem hvíld, hreyfing, mataræði og skemmtun eru í fyrirrúmi? Þá er þetta rétta ferðin fyrir þig.
Gist er á 4* hótelinu AF Valle Orotava með fullu fæði; safar, súpur og salöt.
Hótelið er vel staðsett í Puerto de la Cruz, einum af stærri strandbæjum eyjarinnar fögru. Sameignarsvæði hótelsins er fallegt og innréttað í notalegum stíl. Móttakan er opin allan sólarhringinn. Herbergin eru björt, snyrtileg og vel útbúin með flatskjá, minibar og þráðlausu interneti. Á hótelinu er sundlaugasvæði með tveimur sundlaugum og sólbekkjum. Þar er einnig heilsulind og líkamsræktaraðstaða. Veitingastaður og hótelbar eru með snyrtilegasta móti.
Öll herbergi hótelsins eru innréttuð með hlýlegum litum og búin fyrsta flokks húsbúnaði.
Að líða aðlaðandi er hluti þess að líða vel í eigin líkama. Hótelið býður upp á úrval nudd- og snyrtimeðferða til að bæta útlit og gæði húðarinnar ásamt því að auka vellíðan og mýkt líkamans.
Glæsileg heilsulind hótelsins býður meðal annars uppá sauna, blautgufu og jacuzzi.
Vinsamlega athugið að ljósmyndir af gististöðum, sem birtar eru á heimasíðu Tíu þúsund feta, eru fengnar frá gististöðunum. Þær eru aðeins til þess að gefa hugmynd um útlit þeirra. Tíu þúsund fet bera ekki ábyrgð á því ef eitthvað hefur breyst á gististöðunum frá því að ljósmyndir voru teknar. Tíu þúsund fet stjórna ekki staðsetningu farþega innan gististaða. Athugið einnig að gististaðir geta breyst en þá er ávallt boðið upp á sambærilega gististaði eða betri.
Í ferðum Tíu þúsund feta fara ávallt íslenskumælandi fararstjórar með í ferðirnar. Í þessari ferð er fararstjórinn okkar engin önnur en Sigga Kling, spákona og gleðigjafi. Hún er í raun þjóðargersemi og mun hún án efa skyggnast inn í framtíðina fyrir farþega okkar með dulspekilegum aðferðum.
Sigga Kling er lífskúnstner af guðs náð og með eindæmum jákvæð. Hún er uppalin á Snæfellsnesi og staðhæfir að orka Snæfellsjökuls hafi átt mikinn þátt í að efla andlega hæfileika hennar. Sigga er einstök og smitar og geislar af hamingju og gleði hvert sem hún fer ásamt því að bera út fallegan boðskap til allra sem á vegi hennar verða. Hún fær alla til að sjá fegurðina, gleðina og jákvæðnina í hversdagsleikanum og öðrum tilbrigðum lífsins.
Sigga Kling er einstaklega lifandi og litríkur karakter og trúir því að með jákvæðu hugarfari og staðhæfingum séu manneskjunni allir vegir færir.
„Ég er gríðarlega spennt yfir að geta boðið þessa dvöl á Tenerife í því fallega landslagi og góða loftslagi sem þar er. Hótelið er einstakt hótel sem býður upp á allt sem til þarf til að upplifa einstaka daga og vinda ofan af stressi og streitu. Ég mun taka á móti ykkur og verð til staðar allan tímann. Með jákvæðu hugarfari verða okkur allir vegir færir og ég veit að þið munið upplifa frábæra dvöl og koma ferskar og endurnærðar heim. Hlakka til að taka á móti ykkur.“
Sigga Kling
Flug:
Farangur:
Hótel:
Fæði:
Akstur
Sigga Kling
Í nafni náttúrunnar
EKKI INNIFALIÐ