Ógleymanlegt ævintýri á Grænlandi fyrir náttúruunnendur og þá sem hafa gaman af að kynnast framandi menningu og sögu. Grænland er þekkt fyrir óviðjafnanlega villta náttúru, þar sem háir ísjakar, fallegir firðir, jöklar, íshellar og stórbrotið landslag setur svip sinn á umhverfið ásamt merkilegri sögu heimamanna sem hafa m.a. stundað sel-, hval- og fiskveiðar í gegnum aldirnar og ferðast um á hundasleðum.
Eyjan býður upp á óþrjótandi afþreyingu, sem er að mörgu leyti ólík því sem við eigum að kynnast á hefðbundnum ferðalögum um heiminn og í þessari einstöku ferð með Tíu þúsund fetum verður m.a. boðið upp á siglingu innan um magnaða ísjaka, farið í jöklaferð og heimsókn í 40 m djúpan íshelli. Þá verður farið í einstaka veiðiferð, þar sem aflinn verður verkaður, eldaður og borðaður í óviðjafnanlegu landslagi. Í ferðinni verður einnig boðið upp á siglingar þar sem maður og náttúra renna saman í eina heild í stórkostlegu landslagi, þar sem ísjakar og skriðjöklar láta í sér heyra og gömul þorp heimsótt.
Þá verður farið í áhugaverðar gönguferðir, annars vegar um þorpið Kulusuk og hins vegar farin falleg gönguleið í Blómadalnum í Tasiilaq og kíkt á sleðahunda, þar sem fræðsla verður veitt um þessar mögnuðu skepnur, sem hafa auðveldað líf heimamanna frá örófi alda á Grænlandi.
Síðan fer auðvitað enginn frá Grænlandi án þess að skoða fallegt handverk, fara á fróðlegt sögusafn og sjá heimamenn stíga þjóðlegan dans og leika á trommur úti í náttúrunni.
Grænland er í Norður-Atlantshafi og er stærsta eyja veraldar um tvær milljónir ferkílómetra að stærð. Hún liggur á milli Atlantshafsins og Norður-Íshafsins austan við eyjaklasa Kanada og norðvestan við Ísland en frá Íslandi til Grænlands eru einungis 292 km. Landfræðilega tilheyrir eyjan Norður-Ameríku en er hluti af sjálfsstjórnarsvæði danska ríkisins. Uppruni Grænlendinga er blandaður m.a. Inúítum og Dönum og er opinbert tungumál þeirra bæði grænlenska og danska.
Jökulbreiða eyjarinnar þekur ríflega 80% af öllu landinu og þar má finna hæsta tind landsins, Gunnbjörnsfjall 3.693 m yfir sjávarmáli. Flestir íbúar Grænlands búa á suðvesturhluta eyjarinnar, þar sem mildara veður ríkir. En íslaust landssvæði telur rúmlega 410 þúsund ferkílómetra. Fjöldi íbúa á Grænlandi er ríflega 56 þúsund og þar af búa um 18 þúsund í höfuðborginni Nuuk. Í kringum og á Grænlandi er að finna heimkynni ýmissa villtra dýra eins og ísbjarna, sauðnauta, rostunga, hvala, sela og fjölda fugla- og fiskitegunda.
Hitastigið á Grænlandi er mjög breytilegt á milli landsvæða og árstíma en yfir vetrartímann getur það farið niður í -50° C en á sumrin getur hitinn farið upp í 20° C. Grænland er einstakt heim að sækja fyrir þá sem kunna að meta ósnortna náttúru í allri sinni dýrð!
Rétt vestan við Ísland er að finna tvo afskekkta bæi á austurströnd Grænlands, sem hafa að geyma gjörólíka menningu, sögu og landslag, en þekkist á Íslandi. Á eyjunni stóru, sem einkennist af jökulbreiðu og háum og bröttum fjöllum má finna samfélög manna sem telja aðeins um 3.500 manns, þar á meðal eru Kulusuk og Tasiilaq.
Kulusuk er ekki stór bær, þar búa aðeins um 350 manns í litríkum húsum og innan um þau má víða heyra spangól í sleðahundum. Bærinn sem stendur á eyjunni Kulusuk er staðsettur í um 110 kílómetrum sunnan við norðurheimskautsbaug og einkennist landslagið af háum fjöllum og fljótandi ísjökum á hafsfletinum í kringum bæinn en frá Kulusuk má einnig sjá hinn tignarlega jökul Apusiaajik. Bærinn hefur goðsagnakennt yfirbragð, þar sem hann var ekki uppgötvaður af evrópskum landnámsmönnum fyrr en árið 1884 og fyrir vikið er menning frá tímum Inúítanna enn áberandi. Í dag er þar að finna eina alþjóðlega flugvöll Austur-Grænlands og hefur hann opnað gáttir til að ferðast til annarra bæja í grennd við Kulusuk, ýmist siglandi eða í þyrlu.
Tasiilaq er á eyjunni Ammassalik og er fjölmennasti þéttbýlisstaður Austur-Grænlands en þar búa um 2.000 manns. Bærinn er mjög einangraður og þangað er aðeins hægt að komast með þyrlu, hundasleðum eða vélsleðum yfir háveturinn en á sumrin er hægt að sigla þangað frá Kulusuk. Fjölgun íbúa í bænum hefur aukist, en fólk frá smærri bæjum og þorpum hafa sest þar að í meira mæli og á sama tíma hefur atvinnuleysi aukist mikið og skortur er á húsnæði.
Íbúar Kulusuk og Tasiilaq eru vinalegir og gestrisnir en þeirra helsta atvinnugrein í dag er ferðaiðnaður. Þeir starfa þó enn margir við veiðar á hinum ýmsu dýrategundum, eins og fuglum, fiski, selum og hvölum til þess að framfleyta sér og sínum.
Í Kulusuk og Tasiilaq er að finna skemmtilega afþreyingarmöguleika og eru bæirnir og umhverfið í kringum þá í raun paradís fyrir náttúruunnendur með ævintýraþrá. Þar er m.a. hægt að fara í göngu-, báts-, hunda- og vélsleðaferðir á óviðjafnalegum slóðum með útsýni sem hvergi annars staðar þekkist í veröldinni, með ísjökum, jöklum og sögufrægum bæjum sem hafa að geyma mikla og merkilega sögu um menningu inúítanna. Þar er einnig að finna áhugaverð söfn og veitingastaði sem bjóða upp á framandi mat og skemmtun.
Hitastig á sumrin fer sjaldan yfir 10-15° C en fer allt niður í -30° C á veturna.
Athugið að það er aðeins hægt að fara í hunda- og vélsleðaferðir yfir vetrartímann.
Laugardagurinn 20. september
Ferðadagur – Flogið með Icelandair frá Keflavíkurflugvelli kl. 17:30. Lending kl. 18:15 í Kulusuk. Akstur á hótel Kulusuk, þar sem kvöldmatur bíður hópsins. Kynningarfundur og fræðsla eftir kvöldmat.
Gist á hótel Kulusuk.
Sunnudagurinn 21. september
Gönguferð til Kulusuk – Sigling til Apusiaajik-jökulsins með jöklafræðingi – Fiskveiðar – Verkun á fiski, fiskurinn soðinn upp úr sjóvatni og borðaður á hentugu steinborði undir berum himni – Fræðsla um jökla og íshella – Jöklaganga og íshellaheimsókn.
Gist á hótel Kulusuk
Mánudagurinn 22. september
Bátsferð í Johan Petersen fjörðinn innan um ísjaka og skriðjökla – Göngutúr í yfirgefnu þorpi og öðru afskekktu þorpi og kíkt inn í gamla kirkju og skóla – Hádegisverður í óviðjafnanlegu umhverfi – Hann-jökullinn.
Gist á hótel Angmagssalik í Tasiilaq
Þriðjudagurinn 23. september
Blómadalurinn – Kirkjugarðurinn – Trommur og dans – Fræðsla um sleðahunda – Listasmiðja – Sögusafn
Gist á hótel Angmagssalik í Tasiilaq.
Miðvikudagurinn 24. september
Bátsferð innan um ísjaka – Afskekkt fiskiþorp – Gamlar minjar frá herstöð seinni heimsstyrjaldarinnar – Knud Rasmussen jökullinn – hádegisverður í stórbrotnu landslagi.
Heimferð – flug til Íslands kl. 19:00
Nokkrir göngutúrar innan- og utanbæjar, gengið á jökli og niður íshelli en farþegar fá jöklabrodda og hjálma. Þeir sem finna til sjóveiki ættu að gera viðeigandi ráðstafanir. Mikilvægt að nálgast sleðahunda aðeins undir leiðsögn staðarhaldara. Athugið að hótelið stendur uppi á hæð og því er á brattann að sækja þegar gengið er á hótelið. Hægt að fá leigubíla.
Gist verður á framandi og skemmtilegum stöðum.
Í Kulusuk verður gist á Hotel Kulusuk í tvær nætur með kvöldmat og morgunmat inniföldum. Hótelið er vel staðsett í um 5 mínútna fjarlægð frá flugvellinum í rólegu umhverfi með fallegri fjallasýn úr öllum herbergjum og miðbær Kulusuk er í 1,6 km fjarlægð frá hótelinu. Hvert herbergi er með sér baðherbergi og Wi-Fi tengingu en vert er að taka fram að internetsamband á hóteli getur verið hægt á álagstíma.
Gist verður í tvær nætur á 3* hótelinu Angmagssalik í Tasiilaq en hótelið stendur uppi á hæð með glæsilegri fjallasýn og útsýni yfir bæinn. Hótelið hefur verið tekið í gegn og er með fallegum matsal og notalegum rýmum til að slökunar. Eins er þar að finna minjagripaverslun.
Á verönd hótelsins er sauna og aðstaða til að sitja og virða fyrir sér hið fagra útsýni.
Herbergin eru snyrtileg en þau hafa nýlega verið tekin í gegn.
Hvert herbergi er með sér baðherbergi og Wi-Fi tengingu en vert er að taka fram að internetsamband á hóteli getur verið hægt á álagstíma.
Vinsamlega athugið að ljósmyndir af gististöðum, sem birtar eru á heimasíðu Tíu þúsund feta, eru fengnar frá gististöðunum. Þær eru aðeins til þess að gefa hugmynd um útlit þeirra. Tíu þúsund fet bera ekki ábyrgð á því ef eitthvað hefur breyst á gististöðunum frá því að ljósmyndir voru teknar. Tíu þúsund fet stjórna ekki staðsetningu farþega innan gististaða. Athugið einnig að gististaðir geta breyst en þá er ávallt boðið upp á sambærilega gististaði eða betri.
Í þessari ævintýralegu sérferð Tíu þúsund feta fara þaulreyndir íslenskumælandi fararstjórar með í ferðina, þau Rún Kormáksdóttir og Trausti Hafsteinsson. Þau hafa starfað við margs konar ferðaþjónustu í 25 ár ásamt því að ferðast um víða veröld m.a. á framandi slóðir eins og til Grænlands.
Ferðadagur
Flogið með Icelandair frá Keflavíkurflugvelli kl. 17:30. Áætluð lending í Kulusuk er kl. 18:15. Þaðan er svo ekið með hópinn beint heim á hótel, þar sem farþegar koma sér fyrir á herbergjum og fá sér svo að snæða ljúffengan kvöldverð. Eftir kvöldverðinn verður boðið upp á kynningarfund og fræðslu um Grænland.
Kulusuk – Fiskveiðar – Apusiaajik-jökullinn – íshellir
Eftir morgunverð hittist hópurinn í gestamóttöku hótelsins og gengur saman niður á bryggju Kulusuk þorpsins, þar sem jöklafræðingur tekur á móti honum.
Þá verður lagt af stað í bátsferð í óviðjafnanlegu landslagi en á leiðinni verður farið á fiskveiðar og síðan farið í land við Apusiaajik-jökulinn. Þar verður fiskurinn verkaður úti í guðs grænni náttúrunni og fiskurinn síðan soðinn upp úr sjóvatni yfir opnum eldi. Því næst verður fundið hentugt steinborð og ferskur fiskurinn borðaður undir berum himni. Þetta mun toppa alla Michelin veitingastaði veraldar!
Eftir léttan hádegisverð veitir jöklasérfræðingur fræðslu um jökla og íshella og fer yfir öryggisatriði. Að því loknu verður farið í hans fylgd í gönguferð yfir jökulbreiðu og síðan ofan í undraverðan 40 metra djúpan íshelli, þar sem góður tími verður veittur til að njóta og virða fyrir sér þetta stórkostlega undur náttúrunnar.
Athugið að hópnum verður skipt í tvennt í hellaheimsókn, þar sem 10 manns fara saman í hvora ferð.
Eftir hellaheimsóknina verður siglt aftur til Kulusuk, þar sem ljúffengur grænlenskur kvöldmatur bíður farþega.
Eftir morgunverð hittist hópurinn í gestamóttöku og skilur farangur eftir. Síðan er gengið saman niður á bryggju rétt hjá hótelinu og þaðan verður siglt suður fyrir Ammassalik-eyju og inn Sermilik ísfjörðinn framhjá risastórum ísjökum en sú sjón fær þá sem á horfa til að upplifa sig sem agnarsmáar verur í samanburði við ísjakana.
Komið verður við í litlu yfirgefnu byggðarlagi, þar sem kíkt verður inn í gamla kirkju og skóla og notið fallegs útsýnis.
Síðan verður farið aftur um borð í bátinn og siglt til norðurs í átt til Johann Pedersen fjarðar, en leiðin þangað er afar heillandi með mikilfenglegum fljótandi ísjökum allt um kring og víða má heyra brak og bresti þar sem ísklumpar brotna úr ísjökunum og nærliggjandi skriðjöklum sem falla síðan í sjó fram.
Farið verður í land við Hann-jökulinn, sem tengist hinum risastóra Grænlandsjökli og snæddur hádegisverður með útsýni sem engan svíkur. Eftir hádegisverð verður gefinn góður tími til þess að rölta um svæðið, taka ljósmyndir og vera í núvitundinni.
Síðan er siglt til baka og farið norður fyrir Ammassalik-eyju með viðkomu í afskekktu þorpi, þar sem aðeins búa 50 manns. Þar verður tekinn léttur göngutúr en allt í kringum þorpið er ólýsanlegt útsýni, þar sem há og tignarleg fjöll, ísjakar og jöklar einkenna umhverfið. Eftir heimsókn um þorpið er farið aftur um borð í bátinn og siglt norður og austur fyrir eyjuna og er aldrei að vita nema hvalir heilsi upp á hópinn á leiðinni. Áætluð koma í land í Tasiilaq verður um kl. 18. Við komuna á hótelið bíður ljúffengur kvöldverður.
Blómadalurinn – kirkjugarðurinn – trommur og dans – fræðsla um sleðahunda – listasmiðja – sögusafn
Eftir morgunverð hittist hópurinn í gestamóttöku og gengur saman í hinn fagra Blómadal, þar sem leikið verður á trommu og þjóðlegur dans stiginn.
Ekki er hægt að komast hjá því á leiðinni að heilsa upp á sleðahunda, þar sem boðið verður upp á fræðslu um þetta einstaka hundakyn og hundunum í kjölfarið gefið. Athugið að það ber að nálgast hundana með varúð og aðeins undir leiðsögn staðarhaldara.
Þá förum við í kirkjugarð bæjarins, sem einkennist af litríkum blómum innan um falleg fjöll og árgljúfur og þar munum við sjá stiginn einstakan grænlenskan trommudans, sem hefur að geyma mikla sögu.
Í þessari gönguferð gefst líka kostur á að kíkja í listasmiðju, þar sem hægt verður að næla sér í minjagripi og fylgjast með listamönnum skera út tupilak í hreindýrshorn og að endingu verður farið í elstu kirkju bæjarins, þar sem nú er að finna áhugavert sögusafn.
Herstöð í Ikateq – Knud Rasmussen jökullinn – Heimferð
Eftir morgunverð hittist hópurinn með farangurinn í gestamóttöku hótelsins. Síðan er gengið saman niður á bryggju þar sem farið verður í heilsdags siglingu. Siglt verður inn hvern fallega fjörðinn á fætur öðrum. Fyrsti áfangastaðurinn verður á gamalli bandarískri herstöð í Ikateq, sem var yfirgefin eftir seinni heimsstyrjöldina, en þar má finna þúsundir ryðgaðra eldsneytistunna og farartæki sem Bandaríkjamenn skyldu eftir sig og setur undarlegan svip á ægifagurt umhverfið allt um kring.
Því næst er siglt inn í hinn fagra og þrönga Sermiligaaq fjörð, þar sem finna má samnefnt lítið fiskimannaþorp með litlum litríkum timburhúsum, sem gefa umhverfinu skemmtilegan svip. Í aðeins 20 kílómetra fjarlægð frá þorpinu er að sjá tvo mikilfenglega jökla sem tengjast saman, annars vegar hinn þekkta Knud Rasmussen jökul og hins vegar Karale en þeir hafa stundum verið kallaðir ,,heimsins stærstu ísvélar”. Þar verður stigið í land og borðaður hádegismatur og rölt um svæðið og gefinn góður tími til að njóta stundarinnar, fagurs útsýnis yfir bláleita fagra ísjaka og jökla.
Eftir ævintýralega upplifun verður siglt til baka og komið í land í bænum Kulusuk um klukkan 17 og gengið beinustu leið upp á flugvöll.
Eftir ævintýralega ferð til Grænlands verður flogið með Icelandair frá Kulusuk kl. 19:00. Áætluð lending á Keflavíkurflugvelli er kl. 21:45.
Vinsamlega athugið
Ofangreind dagskrá er birt með fyrirvara. Tíu þúsund fet áskilja sér rétt til að breyta dagskrá ef á þarf að halda með tilliti til veðurs og annarra aðstæðna, að sjálfsögðu með heill farþega í fyrirrúmi.
Flug:
Farangur:
Sigling:
Hótel:
Fæði:
Akstur
Skoðunarferðir
Fararstjórn
Í nafni náttúrunnar
EKKI INNIFALIÐ