Tíu þúsund fet bjóða nú upp á glæsilega árshátíðarferð fyrirtækja og hópa til Kraká, en hún er ein fallegasta borg Evrópu. Þar má finna frábærar aðstæður fyrir ferðamanninn: Glæsilegar sögufrægar byggingar, iðandi mannlíf og ljúfa matargerð. Fjölbreytt dagskrá í boði og vönduð íslensk fararstjórn þaulreyndra fararstjóra Tíu þúsund feta.
Tíu þúsund fet kynna meiriháttar árshátíðar- og fræðsluferð til Kraká, hinnar fallegu borgar Póllands. Dvalið er á huggulegu hóteli í miðbænum þar sem vel fer um farþega.
Þaulreyndir íslenskumælandi fararstjórar halda utan um hópinn og fræða um land, menningu, siði og þjóð. Frábær dagskrá í boði: Bæjarferð, dagsferð í Auschwitz/Birkenau útrýmingarbúðirnar, dagsferð í saltnámurnar, loftbelgjaflug og árshátíðarkvöldverður.
Hér er frábært tækifæri til að upplifa sögu sem nær mörg hundruð ár aftur í tímann og njóta óþrjótandi afþreyingarmöguleika pólskrar matargerðar í einstaklega fallegri borgarumhverfi. Frábær leið til að hrista hópa saman og skemmta sér.
Pólland er staðsett í Mið-Evrópu og á landamæri að Tékklandi, Slóvakíu, Þýskalandi, Úkraínu, Hvíta-Rússlandi, Litháen og Rússlandi. Landið sem er ríflega 312 þúsund ferkílómetra og þar búa rúmlega 38 milljónir manna og er þar með sjötta fjölmennasta ríki Evrópusambandsins.
Pólland á sér langa og ríka sögu sem nær þúsundir ára aftur í tímann. Þá er landslagið fjölbreytt í Póllandi en það einkennist m.a. fjalllendi, þar sem hæsti tindurinn, Rysy, er 2.499 m. Þá má finna þar stór svæði flatlendis, skóga, mýrarsvæða, stöðuvatna og áa.
Matarmenningin er breytileg eftir landssvæðum en minnir þó mikið á matarhefðir víða annars staðar í Mið- og Austur Evrópu, þar sem ýmsar tegundir kjötrétta eru vinsælar. Þá eiga þeir margra aldagamla sögu í vínrækt og víngerð.
Kraká er önnur stærsta borg Póllands og ein af fallegustu borgum Evrópu. Borgin er á suðurhluta Póllands og stendur við ána Vislu. Hún á sér ríka sögu sem nær ríflega þúsund ár aftur í tímann, þar sem borgin var miðstöð menningar, lista og verslunar og um tíma var borgin höfuðborg Póllands.
Í gamla borgarhluta Kraká, sem hefur verið settur á heimsminjaskrá UNESCO, má finna einstaklega vel varðveittar byggingar frá ýmsum tímum sögunnar og aðaltorg borgarinnar er það stærsta í allri Mið- og Austur-Evrópu.
Kraká er einnig þekkt fyrir menningu sína, þar sem hægt er að sækja ýmsa listburði, skemmtileg söfn og njóta góðs matar. Þá er þar að finna fjölda skemmtilegra verslana, sem selja alls kyns handverk þeirra heimamanna en einnig eru þar stórir verslunarkjarnar, þar sem verðlag er einstaklega gott.
Rétt utan við Kraká er síðan að finna hinn sögufræga en jafnframt hörmulega stað, útrýmingarbúðir nasista í Auschwitz-Birkenau, frá seinni heimsstyrjöldinni en þar er hægt að ganga um svæðið og fræðast um þá skelfilegu atburði sem þar áttu sér stað.
Þá er stutt að heimsækja hinar ótrúlegu saltnámur Wieliczka frá 13. öld en þær eiga sér þá sögu að vera einar lengst starfandi saltnáma í heiminum. Ferð í námurnar er í raun ólýsanleg með orðum.
Kraká er einstaklega skemmtilegur áfangastaður, hvort sem þú ert að leita að menningu, mat, tónlist, iðandi stórborgarlífi eða einfaldlega afslöppun. Borgin býður upp á fjölbreytta afþreyingu við allra hæfi.
Á torginu má m.a. sjá Maríukirkjuna, eitt frægasta kennileiti Kraká og jafnframt Póllands, en úr öðrum turni hennar er leikið lag á klukkutíma fresti, sem er orðið að háfgerðu tákni Kraká.
Þá má sjá eina elstu kirkju Kraká á torginu, kirkju heilags Alberts, frá 10. öld og eins ráðhústurninn, sem er eina uppistandandi bygging ráðhússins.
Skammt frá aðaltorginu er að finna markaðstorg frá 13. öld, þar sem finna má skemmtilegt handverk og annan varning heimamanna ásamt alls konar góðgæti.
Aðeins utan við gamla miðbæinn stendur gamli konungakastalinn á Wawel-hæðinni en hluti kastalans er dómkirkja þar sem flestir konungar Póllands eru grafnir. Þá er þar að finna gamlan helli en honum fylgir þjóðsaga um ógurlegan dreka, sem ætlaði sér að éta alla íbúa Kraká.
Ekki langt frá gamla borgarhlutanum, er að finna gyðingarhverfið Kazimierz, þar sem finna má grafreit og bænahús gyðinga og er einstök stemning að rölta um stræti hverfisins og kíkja á skemmtileg veitingahús.
Rétt utan við Kraká er að finna útrýmingarbúðir nasista frá fyrri heimstyrjöldinni, Auschwitz-Birkenau. Þar býðst ferðamönnum tækifæri til þess að kynnast þeim hörmungum, sem áttu sér stað á þeim hryllilega stað, en safnið leggur áherslu á að sú saga, sem þar hvílir um fórnarlömb gyðinga, megi aldrei gleymast
Þá er stutt að heimsækja hinar ótrúlegu saltnámur Wieliczka frá 13. öld en þær eiga sér þá sögu að vera einar lengst starfandi saltnáma í heiminum. Ferð í námurnar er í raun ólýsanleg með orðum, enda um ótrúlegt mannvirki að ræða.
Verksmiðja Schindler´s veitir góða innsýn inn í líf heimamanna á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar, en þar er nú safn sem segir sögu Oskar Schindler, sem bjargaði lífi 1200 gyðinga.
Í Kraká er líka að finna fallega garða, eins og Planty-garðinn, sem umlykur gömlu borgina. Þar er tilvalið rölta innan um fallegan gróðurinn og njóta þess að slaka á fjarri ys og þys borgarlífsins.
Heimsókn á þjóðminjasafn Kraká svíkur líka engann, en þar er t.d. að finna fjölda verka eftir pólska listamenn og hægt að fara á fjölda listsýninga.
Þá er auðvelt að hafa uppi á alls kyns tónlistar- og menningarviðburðum í borginni, t.d. klassíska tónleika með pólska tónskáldinu Chopin. Þá eru reglulega haldnar tónlistarhátíðir í borginni eins og Sacrum Profanum. Í Kraká er líka að finna fjölda leikhúsa, þar á meðal þjóðleikhúsið, þar sem sýnd eru allar tegundir leikverka.
Í Kraká ríkir líka góð matarmenning og er það hluti af heimsókn þangað að prófa hefðbundna rétti þeirra heimamanna. Þá er einnig auðsótt að heimsækja bruggverksmiðjur og fara í vínsmökkun.
Það er í raun ómögulegt að láta sér leiðast í Kraká, því þar er að finna úrval skoðunarferða, safna, markaða, veitingastaða og svo ekki sé talað um lifandi næturlíf, sem einkennist af líflegum krám, klúbbum og tónleikastöðum. Þá er hægt að upplifa borgina á marga vegu, ýmist gangandi, hjólandi eða í skemmtilegum bátsferðum á Vistula-fljótinu.
Kraká er borg sem sameinar sögu, menningu og skemmtun, og býður upp á eitthvað fyrir alla!
Fimmtudagur
Ferðadagur
Föstudagur
Fræðandi bæjarferð um gamla borgarhluta Kraká með íslenskri fararstjórn.
Valfrjáls dagskrárliður
Saltnámurnar
Laugardagur
Valfrjáls dagskrárliður
Útrýmingarbúðirnar Auschwitz – Birkenau
Árshátíðarkvöld
Sunnudagur
Frjáls morgunn í borginni. Ferðadagur.
Gist er á 4* hótelinu Radisson Red með morgunmat inniföldum.
Hótelið er vel staðsett í stuttri göngufjarlægð frá miðbænum. Þar má finna veitingastað og barþjónustu ásamt því að gjaldfrjálst þráðlaust net býðst gestum. Í hverju herbergi má finna loftkælingu og flatskjá með gervihnattasjónvarpi.
Gestamóttaka hótelsins er opin allan sólarhringinn.
Radisson Red hótelið er í stuttri göngufjarlægð frá gamla bæjarhlutanum í Kraká.
Vinsamlega athugið að ljósmyndir af gististöðum, sem birtar eru á heimasíðu Tíu þúsund feta, eru fengnar frá gististöðunum. Þær eru aðeins til þess að gefa hugmynd um útlit þeirra. Tíu þúsund fet bera ekki ábyrgð á því ef eitthvað hefur breyst á gististöðunum frá því að ljósmyndir voru teknar. Tíu þúsund fet stjórna ekki staðsetningu farþega innan gististaða.
Í borgarferðum Tíu þúsund feta fara þaulreyndir íslenskumælandi fararstjórar með í ferðirnar. Rún og Trausti hafa starfað við margs konar ferðaþjónustu í 25 ár ásamt því að ferðast um víða veröld og eru viskubrunnar um sögu og menningu borgarinnar.
Rún og Trausti munu sjá til þess að farþegar upplifi og njóti sín til fulls í þessari draumaferð til Kraká, þar sem fræðsla og umfram allt skemmtileg upplifun verður sett í forgang.
Flug:
Farangur:
Hótel:
Fæði:
Akstur
Ferðir
Fararstjórn
Í nafni náttúrunnar
EKKI INNIFALIÐ