Tíu þúsund fet bjóða nú upp á glæsilega árshátíðarferð fyrirtækja og hópa til Liverpool, hinnar dásamlegu og skemmtilegu borgar Englands. Þar má finna frábærar aðstæður fyrir ferðamanninn: Iðandi mannlíf, sögufræga staði, fótboltamenningu og ljúfa matargerð. Skemmtileg dagskrá í boði og vönduð íslensk fararstjórn þaulreyndra fararstjóra Tíu þúsund feta.
Tíu þúsund fet kynna meiriháttar árshátíðar- og fræðsluferð til Liverpool, hafnar- og menningarborgarinnar á Englandi. Dvalið er á huggulegu hóteli í miðbænum þar sem vel fer um farþega.
Þaulreyndir íslenskumælandi fararstjórar halda utan um hópinn og fræða um land, menningu, siði og þjóð. Vönduð dagskrá í boði.
Hér er frábært tækifæri til að upplifa stórbrotna menningu og njóta óþrjótandi afþreyingarmöguleika í skemmtilegri borg. Þú finnur ekki betri leið til að hrista hópinn saman og skemmta sér.
Hér er á ferðinni fjörug og fróðleg menningar- og tónlistarveisla í Liverpool. Bítlarnir, boltinn og iðandi stórborgarlífið með tilheyrandi kráarstemningu og næturlífi.
Liverpool er lifandi borg með ríka sögu en hún er líklega þekktust fyrir tónlistina og fótboltann, þar sem hún er fæðingarborg meðlima Bítlanna og er með eitt sterkasta fótboltalið enska fótboltans, Liverpool FC.
Liverpool var stofnuð árið 1207 og er hafnarborg staðsett við Mersey-fljótið skammt frá Írlandshafi í Norðvestur-Englandi. Hún er fimmta stærsta borg Englands, þar sem tæplega 500 þúsund manns búa og er marga sögulega staði að finna í miðborg hennar, sem hafa verið settir á heimsminjaskrá UNESCO.
Í borginni er að finna fjölbreytt úrval menningarviðburða sem meðal annars er hægt að sækja á hinum ýmsu listasöfnum og leikhúsum sem þar er að finna. Þá er árlega haldin stór og mikil tónlistarhátíð í borginni, þar sem bæði innlendar og erlendar hljómsveitir troða upp á fimm sviðum í og við Mathew Street, götuna þar sem Cavern Club er að finna en klúbburinn er frægur fyrir Bítlana, þar sem þeir spiluðu lögin sín fyrst. Við Mathew Street er einnig að finna fjölda tónlistarklúbba og bara.
Fyrir aðdáendur Bítlanna er ferð til Liverpool eins og Pílagrímsferð en þar er meðal annars hægt að fara á æskuheimili Lennons og McCartneys og á Penny Lane götuna úr samnefndu lagi eftir Paul McCartney og að Strawberry Field, sem er munaðarleysingjahæli handan við horn heimilis Lennons en þegar hann var krakki lék hann sér oft á lóð þess.
Liverpool er stórborg knattspyrnunnar í Englandi, þar sem er að finna tvö aðallið, Liverpool F.C. og Everton F.C. Liverpool hefur unnið ensku deildina nítján sinnum og hefur unnið flesta bikara af enskum fótboltafélögum á evrópskum mótum, þar á meðal sex sinnum Evrópukeppni meistaraliða. Heimavöllur Liverpool F.C. var reistur árið 1884 og var hann í upphafi sem heimavöllur Everton eða til ársins 1892 þegar Liverpool var stofnað. Völlurinn tekur 54 þúsund áhorfendur og er hann einstaklega skemmtilegur heim að sækja.
Everton var stofnað 1878 og þar með elsta knattspyrnulið Englands og hefur liðið spilað lengst allra enskra félaga í efstu deildinni. Liðið hefur níu sinnum orðið enskur meistari.
Hnefaleikar eru líka vinsælir í Liverpool en yfir tuttugu áhugamannafélög er að finna í borginni og hafa margir boxarar frá Liverpool hlotið verðlaun á Ólympíuleikum.
Kappreiðar eru líka vinsæl iðja í Liverpool en þar er að finna eina þekktustu veðreiðabraut Englands, Aintree, þar sem knapar víðsvegar að úr heiminum taka þátt í hinni árlegu keppni John Smith´s Grand National.
Í Liverpool er að finna úrval góðra kaffihúsa, veitingastaða og matarmarkaða, þar sem hægt er að finna mat við allra hæfi, allt frá dæmigerðum breskum mat upp í fjölbreytta alþjóðlega matargerð.
Sögurfrægir staðir
Fyrir utan Bítlasafnið og knattspyrnuleikvang Liverpool þá er þar að finna fjölda sögufrægra staða, sem gaman er að skoða. Albert Dock pakkhúsið er eitt þeirra en það var tekið í notkun árið 1846 og er nú á heimsminjaskrá UNESCO og vinsælt fyrir fjölbreytt söfn eins og sjóminja-, þræla- og Bítlasafnið en þar er líka fjöldi verslana og veitingastaða. Þess má geta að höfnin í Liverpool var einu sinni afkastamesta hafnarsvæði heims.
Þá er einstaklega gaman að koma í elstu byggingu miðborgarinnar, ráðhúsið, sem hefur verið friðað. Dómkirkjuna verða líka allir að skoða en hún er 189 metra löng og er þar með næstlengsta kirkjubygging heims. Hún er einnig langstærsta kirkja Bretlands að flatarmáli með 100 metra háum turni.
Royal Liver byggingin er líka gaman að skoða, einkum sökum stærðar sinnar. Hún var reist árið 1911 og var hæsta hús heims til ársins 1934 en hún er 90 metra há. Á toppi hússins eru einkennisflugar borgarinnar, Liver Birds, sem sagt er að fljúgi burt þegar borgin hættir að vera til.
Eitt elsta hús borgarinnar er svo Speke Hall, sem er gamall herragarður frá árinu 1530 og útvarpsturninn í Liverpool fer síðan ekki framhjá neinum í 138 metra hæð en hann var opnaður af Elísabetu II Bretadrottningu.
Föstudagur
Ferðadagur – Flug frá Keflavíkurflugvelli og akstur á hótel.
Laugardagur
Valfrjálsir dagskrárliðir:
Sunnudagur
Valfrjálsir dagskrárliðir:
Mánudagur
Ferðadagur. Akstur á flugvöll og flogið til Íslands.
Gist verður á glæsilegu 4* hóteli í miðborginni, The Resident Liverpool, sem finna má í gamalli iðnaðarbyggingu nærri Cavern District og „Kínahverfinu“.
Öll herbergi hótelsins eru snyrtileg og rúmgóð með öllu því sem til þarf til að njóta verunnar. Þráðlaust net, loftkæling og eldhúskrók má finna í þeim öllum en innréttingarnar eru nútímalegar, huggulegar og bjartar.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn.
Í nágrenni hótelsins má finna úrval kráa og veitingastaða en elsta „Kínahverfi“ heims er í stuttri göngufjarlægð. Innan örfárra mínútna má ganga í Liverpool ONE hverfið, Albert Docks hafnarhverfið, Cavern tónlistarhverfið og á The Tate Gallery.
Vinsamlega athugið að ljósmyndir af gististöðum, sem birtar eru á heimasíðu Tíu þúsund feta, eru fengnar frá gististöðunum. Þær eru aðeins til þess að gefa hugmynd um útlit þeirra. Tíu þúsund fet bera ekki ábyrgð á því ef eitthvað hefur breyst á gististöðunum frá því að ljósmyndir voru teknar. Tíu þúsund fet stjórna ekki staðsetningu farþega innan gististaða.
Í borgarferðum Tíu þúsund feta fara þaulreyndir íslenskumælandi fararstjórar með í ferðirnar. Rún og Trausti hafa starfað við margs konar ferðaþjónustu í 25 ár ásamt því að ferðast um víða veröld og eru viskubrunnar um sögu og menningu borgarinnar.
Rún og Trausti munu sjá til þess að farþegar upplifi og njóti sín til fulls í þessari draumaferð til Liverpool, þar sem fræðsla og umfram allt skemmtileg upplifun verður sett í forgang.
Flug:
Farangur:
Hótel:
Fæði:
Akstur
Dagskrárliðir
Fararstjórn
Í nafni náttúrunnar
EKKI INNIFALIÐ