Ef hópurinn þinn hefur áhuga á þessari ferð, sendu okkur þá línu á [email protected]
Tíu þúsund fet kynna með stolti glæsilega hópferð starfsfólks grunnskóla til Tenerife, eyjarinnar fögru í Kanaríeyjaklasanum. Íslenskumælandi fararstjóri heldur utan um hópinn á eyjunni. Miðað er við beint flug frá Keflavík og dagskrárliðir eru styrkhæfir frá KÍ.
Tíu þúsund fet bjóða upp á glæsilega ferð, með bland af fræðslu, slökun og skemmtilegu hópefli á Tenerife, fyrir starfsfólk grunnskóla. Á eyjunni fögru bjóðum við góða og vandaða þjónustu íslensks fararstjóra, frábærar skoðunarferðir og skemmtilega afþreyingu fyrir starfsfólk grunnskólanna. Fræðsluferðirnar okkar til Tenerife bjóða upp á ævintýri og ógleymanlega skemmtun.
Glæsileg dagskrá: Áhugaverðar skólaheimsóknir, jóga á ströndinni með áherslu á hvað hægt er að gera með börnum og stórskemmtilegt hópefli í frábærum adrenlíngarði í fallegum furuskógi Tenerife. Allir dagskrárliðir eru styrkhæfir hjá KÍ. Ljúffengir hádegis- eða kvöldverðir á sérvöldum veitingastöðum í boði.
Tenerife er stærsta og fjölsóttasta eyjan af þeim átta eyjum sem tilheyra Kanaríeyjunum. Hún er staðsett mitt á milli eyjanna Gran Canaria, La Gomera og La Palma. Tenerife er eldfjallaeyja sem talin er að hafi myndast fyrir 8 milljónum ára. Hún er í u.þ.b. 300 km fjarlægð frá meginlandi Afríku og í u.þ.b. 1300 km frá meginlandi Spánar. Eyjan er 2.034 ferkílómetrar að flatarmáli og er eins og þríhyrningur í laginu og fer hún hækkandi eftir því sem nær dregur miðju og nær hámarki með Pico del Teide sem er hæsta fjall Spánar í 3.718 m hæð yfir sjávarmáli. Santa Cruz er höfuðborgin þar sem búa um 250.000 íbúar en á eyjunni búa tæplega milljón manns.
Meðalhiti á Tenerife er í kringum 22-25 °C en athugið að hitastigið getur verið lægra upp til fjalla.
Á Tenerife er veðrið einfaldlega gott allan ársins hring. Meðalhiti er um 20-22 gráður, á svalari dögum fer hitinn vart undir 15 gráður en sjaldan yfir 30 gráður í sumarhitum. Árstíðirnar koma og fara án þess að nokkur maður taki eftir því. Á suðurhluta Tenerife er eitthvert stöðugasta og besta loftslag á jörðinni – sól og blíða allan ársins hring.
Eyjan býður upp á fjölbreytta afþreyingu, þar sem m.a. er að finna stærstu go-kart braut í Evrópu ásamt einum allra glæsilegasta vatnsrennibrautagarði heims, Siam Park. Við ströndina er hægt að finna ýmsa afþreyingu; s.s. sjóskíði, bananabáta, siglingar og köfun.
Í gamla fiskimannabænum Los Cristianos ríkir skemmtileg stemning frá morgni til kvölds, en þar er að finna margar göngugötur með fullt af litlum verslunum, veitingastöðum og fleiru, sem skemmtilegt er að skoða. Svo tekur Playa de Las Américas strandbærinn við með stór hótel, margar verslanir auk verslunargötu. Hér eru veitingastaðir sem bjóða fjölbreyttan mat, t.d. kínverskan, indverskan og að sjálfsögðu spænskan. Þá er hér að finna fjölskrúðugt næturlíf með mörgum börum og dansstöðum. Í framhaldi af Playa de Las Américas tekur Costa Adeje strandsvæðið við með fjölda fallegra sandstranda, þar sem auðvelt er að láta alla þreytu líða úr sér í sólskininu.
Margar verslanir eru á orlofsstöðunum. Göngugöturnar í Los Cristianos eru fullar af fallegum verslunum og þá má einnig finna fjölda verslunarkjarna á suðurströndinni: t.d. Parque Santiago 6, Siam Mall, X Sur, El Duque og Safari. Þar má einnig finna stórmarkaði, veitingastaði og markaði sem haldnir eru reglulega á svæðinu.
Playa de las Américas, oft kallað Las Américas, er einn af vinsælustu áfangastöðum Tenerife, staðsettur á suðurhluta eyjarinnar. Svæðið er þekkt fyrir iðandi mannlíf, afslappað andrúmsloft, fallegar strendur, fjölbreytta afþreyingu og frábæra veitingastaði. Las Américas er frábær staður fyrir þá sem leita að skemmtun, afslöppun og fjölbreyttum afþreyingarmöguleikum á Tenerife!
Dagur 1
Ferðadagur
Dagur 2
Jóga á ströndinni: Förum á hina rólegu og fallegu Bobo-strönd, sem er í aðeins 20 metra fjarlægð frá hótelinu. Þar tekur jógakennari á móti okkur og kennir okkur að nýta jóga og öndunaræfingar með börnum. Hún ætlar einnig að aðstoða okkur við að endurnæra líkama og sál. (Styrkhæf dagskrá af KÍ)
Dagur 3
Skólaheimsókn: Í boði verður að heimsækja opinbera grunnskóla og/eða einkaskóla. Fróðlegar og fræðandi skólaheimsóknir til að kynnast starfsemi kanarískra grunnskóla á ólíkum aldursstigum. (Styrkhæf dagskrá af KÍ)
Dagur 4
Adrenalín-klifurgarður & fegurð fjallanna – Teide-þjóðgarðurinn. Höldum upp til fjalla í klifurgarðinn Forestal Park, þar sem ætlunin er að láta adrenalínið flæða um æðarnar með alls kyns klifri eftir ákveðnum þrautabrautum. Fáum kennslu og farið í allskonar þætti sem m.a. varða traust og forystuhæfileika. Farið verður yfir helstu öryggisatriði og búnað áður en hópnum er sleppt lausum í fjörið. Að því loknu verður keyrt í gegnum þjóðgarð El Teide, þar sem hæsta fjall Tenerife verður barið augum 3.718 m hátt. (Styrkhæf dagskrá af KÍ)
Við mælum þessari viðbót:
Matur & vín. Eftir adrenalín-ævintýrið er í boði að koma við á vínbúgarði, þar sem Donna & Diego taka höfðinglega á móti okkur en þau eru vinaleg hjón sem hafa rekið vínbúgarð í fjöllunum í áratugi. Þau leggja áherslu á lífræna vínrækt og hafa hlotið fjölda gullverðlauna fyrir vínin sín. Hópnum gefst kostur á að fara út á vínakurinn, upplifa áhugaverða vínsmökkun, kynnast lífrænni vínframleiðslu hjónanna og bragða á góðum vínum þeirra og mat. Úr sveitasælunni heldur hópurinn síðan saddur og sáttur niður til strandar. (Valfrjálst)
Dagur 5
Frjáls dagur
Dagur 6
Ferðadagur
Athugið að hægt er að framlengja og bæta við frjálsum dögum.
Langar þig til að fræðast um kanarískt skólastarf og kynnast menningu og daglegu lífi eyjarskeggja með vandaðri íslenskri leiðsögn? Viltu njóta matar og víns í góðum félagsskap skemmtilegs samferðafólks ásamt því að dvelja á góðu hóteli á sólríkri suðurströnd eyjarinnar fögru? Ef svarið er JÁ, þá er þetta rétta ferðin fyrir þig.
Þetta hafa farþegar okkar úr kennaraferðum á Tenerife að segja:
,,Vorið 2023 fór ég í námsferð til Tenerife ásamt hópi fólks. Ferðin var mjög vel skipulögð og allar áætlanir stóðust eins og kostur var. Fararstjórnin einkenndist af léttu andrúmslofti, mikilli þekkingu á staðháttum, gleði, öryggi og góðri þjónustulund. Kærar þakkir fyrir mig.”
Svava Aðalbjörg Kristjánsdóttir.
,,Takk, takk elsku Rún og Trausti, þið stóðuð ykkur frábærlega! Ég hef nokkrum sinnum komið til Tenerife en aldrei kynnst eyjunni eins og ég gerði í þessari ferð með ykkur. Ég fór í frábærar ferðir, þar sem allt skipulag var til fyrirmyndar og á meðan ekið var um eyjuna fengum við allskonar skemmtilegan fróðleik, sem notalegt var að hlusta á. Takk kærlega fyrir mig, pottþéttir fararstjórar sem ég mæli með. Hlakka til að fara með ykkur aftur í ferð! “
Magnea Guðný Hjálmarsdóttir.
„Við hjónin mælum heilshugar með fararstjórn Rúnar og Trausta. Síðasta sumar ferðuðumst víða um eyjuna Tenerife á þeirra vegum og fórum um eyjuna m.a. í rútu, á bíl og fótgangandi og allt gekk eins og í sögu, vel ígrundað, skipulagt og skemmtilegt. Þau voru alltaf með vellíðan og öryggi okkar í huga og maður fann það sterkt. Það besta við ferðina með þeim var hversu fróð þau voru um staðhætti og sögu staðarins, sögðu skemmtilega frá og kynntu fyrir manni matsölustaði innfæddra, leyndar perlur eyjarinnar og náttúruna.“
Eva Rós og Jóhannes.
Gist er á 4* hótelinu Gara Suites Golf & Spa með fullu fæði.
Hótelið er er huggulegt í alla staði og staðsett við golfvöllinn á Amerísku ströndinni, Playa de las Americas.
Herbergin eru björt og snyrtileg. Sameignarsvæði hótelsins er fallegt og innréttað í notalegum stíl. Veitingastaður og hótelbar eru með snyrtilegasta móti. Móttakan er opin allan sólarhringinn.
Á hótelinu er glæsilegt og huggulegt sundlaugarsvæði á þaki hótelsins þar sem gestir fá úrvals aðstöðu til þæginda, hvíldar og sólbaða. Þá er góður sundlaugargarður á hótelinu ásamt notalegri heilsulind og líkamsræktaraðstöðu.
Hótelið býður upp á gjaldfrjálsa Wi-Fi tengingu en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Vinsamlega athugið að ljósmyndir af gististöðum, sem birtar eru á heimasíðu Tíu þúsund feta, eru fengnar frá gististöðunum. Þær eru aðeins til þess að gefa hugmynd um útlit þeirra. Tíu þúsund fet bera ekki ábyrgð á því ef eitthvað hefur breyst á gististöðunum frá því að ljósmyndir voru teknar. Tíu þúsund fet stjórna ekki staðsetningu farþega innan gististaða. Athugið einnig að gististaðir geta breyst en þá er ávallt boðið upp á sambærilega gististaði eða betri.
Í framandi ferðum Tíu þúsund feta fara þaulreyndir íslenskumælandi fararstjórar með í ferðirnar. Rún og Trausti hafa starfað við margs konar ferðaþjónustu í 25 ár ásamt því að ferðast um víða veröld, meðal annars bjuggu þau í 12 ár á Tenerife og eru því viskubrunnar um sögu og menningu eyjarinnar.
Rún og Trausti eru bæði kennaramenntuð og hafa góða þekkingu á hinu kanaríska skólakerfi enda fylgdu þau báðum dætrum sínum upp öll skólastigin á eyjunni. Þau munu sjá til þess að farþegar upplifi og njóti sín til fulls í þessari ferð, þar sem fræðsla og umfram allt skemmtileg upplifun verður sett í forgang.
Flug:
Farangur:
Hótel:
Fæði:
Akstur
Dagskrá
Fararstjórn
Í nafni náttúrunnar
EKKI INNIFALIÐ