Hér er á ferðinni skemmtileg blanda ólíkra menningarheima innan sömu heimsálfu. Við njótum lífsins á Tenerife og upplifum síðan saman ótrúlegan ævintýraheim Gambíu og Senegal. Ógleymanlegt ævintýri fyrir alla þá sem hafa gaman af náttúrufegurð, ólíkum menningarheimum, magnaðri matarupplifun og sögu ólíkra landa.
Í þessari ævintýralegu ferð fáum við innsýn í daglegt líf Afríkubúa og fáum ómetanlega innsýn í dýralíf Senegal og Gambíu. Við göngum m.a. meðal ljóna, apa og gíraffa ásamt því að strjúka krókódílum!
Nú gefst ferðalöngum einstakt tækifæri til þess að þræða einstakar slóðir á eyjunni fögru og flétta för sína til Tenerife við hin framandi lönd Senegal og Gambíu, þar sem þeir fá að upplifa einstaka menningu, sögu og náttúru.
Tenerife
Tenerife er stærsta og fjölsóttasta eyjan af þeim átta eyjum sem tilheyra Kanaríeyjunum. Hún er staðsett mitt á milli eyjanna Gran Canaria, La Gomera og La Palma. Tenerife er eldfjallaeyja sem talin er að hafi myndast fyrir 8 milljónum ára.
Hún er í u.þ.b. 300 km fjarlægð frá meginlandi Afríku og í u.þ.b. 1300 km frá meginlandi Spánar. Eyjan er 2.034 ferkílómetrar að flatarmáli og er eins og þríhyrningur í laginu og fer hún hækkandi eftir því sem nær dregur miðju og nær hámarki með Pico del Teide sem er hæsta fjall Spánar í 3.718 m hæð yfir sjávarmáli. Santa Cruz er höfuðborgin þar sem búa um 250.000 íbúar en á eyjunni búa tæplega milljón manns.
Senegal
Senegal er staðsett við Atlantshafið á vesturströnd Afríku í um 1550 kílómetrum sunnan við Kanaríeyjar. Landið er ekki stórt en þó tæplega tvöfalt stærra en Ísland eða rúmlega 196 þúsund ferkílómetrar að stærð og þar búa um 16 milljónir manna og þykja íbúarnir afar gestrisnir.
Höfuðborgin heitir Dakar og er hún á Grænhöfðaskaganum, en þar er að finna vestasta odda Afríku, Pointe des Almadies. Frakkar lögðu landið undir sig á 19. öld og réðu þar ríkjum allt til ársins 1960 þegar landið hlaut sjálfstæði. Franskra áhrifa gætir því víða í menningu og sögu landsins og er franska hið opinbera tungumál í Senegal.
Landið býr yfir fallegri náttúru en einnig lifandi menningu og sögu, þar sem m.a. er að finna fróðleg listasöfn og skemmtilegt næturlíf, þar sem hægt er að upplifa ríka tónlistarhefð innfæddra. Í Senegal er að finna sex þjóðgarða og sjö staði sem hafa verið settir á heimsminjaskrá UNESCO.
Gambía
Gambía er bæði minnsta og fámennasta Afríkuríkið en landið er rétt rúmlega 10.000 ferkílómetrar að stærð og er ekki nema 48,2 km á breiddina þar sem það er breiðast en landið er bæði langt og mjótt umhverfis Gambíu-fljótið. Gambía stendur við Atlantshafið og er umkringt Senegal. Höfuðborg landsins er Banjul.
Landið er þekkt fyrir vinalega íbúa, sem telja rúmlega 2 milljónir manna. Náttúran er fjölbreytt og býr landið yfir ríkum menningararfi. Gambía var upphaflega portúgölsk nýlenda en snemma á 17. öld lögðu Bretar landið undir sig. Landið fékk fullt sjálfstæði árið 1965 og varð hluti af Breska samveldinu og er enska hið opinbera tungumál. Talið er að um þrjár milljónir þræla hafi verið fluttir úr landinu á tímum þrælaverslunarinnar. Efnahagur Gambíu byggist einkum á fiskveiðum, landbúnaði og ferðaþjónustu.
Náttúran einkennist af ströndum við Atlantshafið og skógum inn til landsins. Við Gambíufljótið standa þorpin með úrval af mörkuðum og veiðimenn eru áberandi. Dýralífið er fjölskrúðugt og mega ferðamenn með banana búast við hverju sem er frá öpum heimalandsins.
Laugardagurinn 21. febrúar – Ferðadagur
Sunnudagur 22. febrúar – Frjáls dagur
Mánudagurinn 23. febrúar – Frjáls dagur – Flug til Senegal að kvöldlagi
Þriðjudagurinnn 24. febrúar – Bæjarferð í Dakar – Þrælaeyjan
Miðvikudagurinn 25. febrúar – Fathala dýraverndunarsvæðið – Gambíu-fljótið – Banjul
Fimmtudagurinn 26. febrúar – Apaskógur – frjáls dagur
Föstudagurinn 27. febrúar – Þorp – markaðir – skólaheimsókn – Tanje-safnið – Paradísarströndin
Laugardagurinn 28. febrúar – Frjáls dagur
Sunnudagurinn 1. mars – Krókódílagarðurinn – Frjáls dagur
Mánudagurinn 2. mars – Æskustöðvar Kunta Kinteh – Sigling – Skeljaeyjan – Næturflug til Tenerife
Þriðjudagur 3. mars – Frjáls dagur
Miðvikudagur 4. mars – Frjáls dagur
Fimmtudagur 5. mars – Vín & matur – fjallaævintýri
Föstudagur 6. mars – Frjáls dagur
Laugardagur 7. mars – Ferðadagur
Í sumum skoðunarferðunum eru göngutúrar en ekki um neitt uppstig að ræða. Þegar ekið er um fjalllendi Anaga-skagans á Tenerife má stundum finna bratta á aðra höndina. Menning Gambíu og Senegal er frábrugðin því sem við eigum að venjast og áreiti sölumanna er talsvert. Bílakostur í Gambíu og Senegal er ekki 5*, keyrt í gömlum hertrukkum.
Á Tenerife er gist á 4* hótelinu Gara Suites Golf & Spa með fullu fæði.
Hótelið er er huggulegt í alla staði og staðsett við golfvöllinn á Amerísku ströndinni, Playa de las Americas.
Herbergin eru björt og snyrtileg. Sameignarsvæði hótelsins er fallegt og innréttað í notalegum stíl. Veitingastaður og hótelbar eru með snyrtilegasta móti. Móttakan er opin allan sólarhringinn.
Á hótelinu er glæsilegt og huggulegt sundlaugarsvæði á þaki hótelsins þar sem gestir fá úrvals aðstöðu til þæginda, hvíldar og sólbaða. Þá er góður sundlaugargarður á hótelinu ásamt notalegri heilsulind og líkamsræktaraðstöðu.
Hótelið býður upp á gjaldfrjálsa Wi-Fi tengingu en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Í Senegal verður gist á snyrtilegu hóteli í Dakar, Hotel Jardin Savana. Í Gambíu gistum við á góðu strandhóteli, Senegambia Beach hotel. Þar er allt til alls og boðið upp á fullt fæði þá daga sem við dveljum þar. Snyrtileg sundlaugaraðstaða og einkaströnd býðst gestum hótelsins.
Vinsamlega athugið að ljósmyndir af gististöðum, sem birtar eru á heimasíðu Tíu þúsund feta, eru fengnar frá gististöðunum. Þær eru aðeins til þess að gefa hugmynd um útlit þeirra. Tíu þúsund fet bera ekki ábyrgð á því ef eitthvað hefur breyst á gististöðunum frá því að ljósmyndir voru teknar. Tíu þúsund fet stjórna ekki staðsetningu farþega innan gististaða. Athugið einnig að gististaðir geta breyst en þá er ávallt boðið upp á sambærilega gististaði eða betri.
Í þessari ævintýraþrennu Tíu þúsund feta fara þaulreyndir íslenskumælandi fararstjórar með í ferðirnar, þau Rún Kormáksdóttir og Trausti Hafsteinsson. Þau störfuðu í rúm 12 ár sem fararstjórar á Tenerife og eru því viskubrunnar um sögu og náttúru eyjarinnar. Þá hafa þau einnig farið með hópa í skoðunarferðir til Gambíu.
Ferðadagur
Flogið er frá Keflavíkurflugvelli með flugfélaginu Play kl. 9:10 og lent á Reina Sofia flugvellinum á suðurhluta Tenerife kl. 14:50. Rúta bíður farþega fyrir utan flugstöðvarbygginguna en þaðan er keyrt í 20 mínútur á 4* Gara Suites hótelið. Hótelið er í göngufjarlægð frá miðsvæði Playa de la Americas og fallegum ströndum.
Innifalið: Kvöldverður á hóteli. Íslensk fararstjórn og rútuferð frá flugvelli.
Ekki innifalið: Drykkir með kvöldverði.
Kynningarfundur – frjáls dagur
Eftir morgunverð hittist hópurinn klukkan 10 í gestamóttöku hótelsins. Þaðan fer hópurinn saman inn í sal, þar sem boðið verður upp á léttan kynningarfund.
Eftir fundinn verður gefinn frjáls tími til að njóta lífsins!
Innifalið: Morgun- og kvöldverður á hóteli og íslensk fararstjórn.
Ekki innifalið: Drykkir með kvöldverði.
Frjáls dagur – Ferðadagur
Um hádegi þurfa farþegar að skrá sig út af hóteli og skilja farangur eftir í gestamóttökunni. Farþegar verða sóttir kl. 17:30 og keyrðir á flugvöllinn Reina Sofia og geta þeir fram að því notið alls þess sem Puerto de La Cruz hefur uppá að bjóða. Flogið verður frá Tenerife til Senegal kl. 21:10, með viðkomu á Gran Canaria. Áætluð lending á Gran Canaria er kl. 21:45 og brottför þaðan kl. 0:05 eftir miðnætti. Áætluð lending í Senegal er 11. mars kl. 2:30. Rúta sækir hópinn og ekur beinustu leið heim á hótel í Dakar, hótel Jardin Savana.
Nauðsynlegt að taka allan farangur með og við mælum með að borða góðan kvöldverð fyrir flugið til Senegal. Nasl getur líka komið sér vel.
Innifalið: Morgunverður á hóteli. Akstur til og frá flugvöllum. Flugferð til Senegal. Íslensk fararstjórn og þjónusta staðarleiðsögumanns.
Ekki innifalið: Hádegisverður og kvöldverður.
Bæjarferð í Dakar – Þrælaeyjan – kl. 10:00
Eftir morgunverð á hóteli byrjum við daginn á því að fara niður á höfnina í Dakar og sigla út í Þrælaeyjuna svokölluðu, Gorée-eyju. Eftir að hafa fengið leiðsögn um eyjuna og fræðslu um þrælatímabilið í Senegal siglum við aftur í land. Eftir hádegisverð tökum við létta bæjarferð um höfuðborgina og sjáum allt það markverðasta sem þar er að finna. Að lokum tekur við rólegt kvöld á hóteli.
Nauðsynlegt er að hafa með sér vatn og gott að hafa smá nasl á leiðinni. Handspritt og salernispappír geta komið sér vel.
Innifalið: Morgunverður á hóteli, hádegismatur og kvöldverður. Aðgöngumiðar, akstur og sigling. Íslensk fararstjórn og þjónusta staðarleiðsögumanns.
Ekki innifalið: Drykkir með kvöldverði.
Fathala dýraverndunarsvæðið – Gambíu-fljótið – Banjul – kl. 8:00
Að loknum morgunverði kl. 8:00 er lagt af stað áleiðis til Gambíu og þá er mikilvægt að taka með allan farangur. Á leiðinni er komið við á Fathala dýraverndunarsvæðinu, þar sem m.a. mögulegt er að sjá sebrahesta, nashyrninga, gíraffa og apa. Þá er einnig farið í ljónagöngu. Eftir heimsóknina fá farþegar nestispakka í hádeginu áður en haldið er yfir landamærin við Barra og siglt yfir Gambíu-fljótið með ferju til Banjul, höfuðborgar Gambíu. Þar höldum við á hótelið, Senegambia Beach hotel, til að njóta kvöldverðar. Eftir matinn er frjálst kvöld og því annað hvort hægt að njóta kvöldsins á hótelinu eða fara út í iðandi mannlífið í kringum hótelið áður en gengið verður til náða.
Nauðsynlegt er að taka með sér allan farangur, hafa með sér vatn og gott að hafa smá nasl á leiðinni. Þá getur handspritt og salernispappír komið sér vel.
Innifalið: Morgunverður á hóteli, nestispakki í hádegi og kvöldverður á hóteli. Aðgöngumiðar, akstur og sigling. Íslensk fararstjórn og þjónusta staðarleiðsögumanns.
Ekki innifalið: Drykkir með kvöldverði.
Apaskógur – frjáls dagur – Kl. 10:00
Eftir morgunverð á hótelinu leggjum við í hann kl. 10:00 í apaskóginn sem er staðsettur í stuttri akstursfjarlægð frá hótelinu. Við hvetjum ykkur til að hafa með ykkur banana og hnetur til að gefa öpunum í skóginum. Við innganginn er að finna nokkra sölubása heimamanna með handverki þar sem hægt er að grípa fallega minjagripi.
Eftir heimsóknina í apagarðinn verður frjáls tími það sem eftir lifir dags.
Nauðsynlegt er að hafa með sér vatn og gott að hafa smá nasl á leiðinni, ásamt handspritti og salernispappír.
Innifalið: Morgunverður á hóteli, hádegisverður og kvöldmatur. Akstur og aðgöngumiðar. Íslensk fararstjórn og þjónusta staðarleiðsögumanns.
Ekki innifalið: Drykkir með kvöldverði.
Þorp – markaðir – skólaheimsókn – Tanje-safnið – Paradísarströndin – kl. 8:30
Eftir morgunverð á hótelinu kl. 8:30 leggjum við í hann á 4×4 hertrukkum til suðurs þar sem við heimsækjum þorp heimamanna, matarmarkaði, skóla, Tanje-safnið og Tanje-fiskimannaþorpið ásamt því að bragða á pálmavíni. Þá býðst okkur notalegur hádegisverður á Paradísarströndinni þar sem afrískt hlaðborð verður útbúið handa okkur.
Þaðan höldum við heim á hótelið til að undirbúa okkur fyrir kvöldverðinn sem verður á notalegum strandbar, þar sem grillveisla verður haldin og þjóðleg skemmtiatriði fara fram. Lagt verður af stað frá hóteli kl. 19:00 og farið heim á hótel kl. 23:00.
Nauðsynlegt er að hafa með sér vatn og gott að hafa smá nasl á leiðinni, ásamt handspritti og salernispappír.
Innifalið: Morgunverður á hóteli, hádegisverður og kvöldmatur. Akstur og aðgöngumiðar. Íslensk fararstjórn og þjónusta staðarleiðsögumanns.
Ekki innifalið: Drykkir með kvöldverði.
Krókódílar – frjáls dagur – kl. 10:00
Eftir morgunverð á hótelinu leggjum við í hann kl. 10:00 í krókódílagarðinn sem er staðsettur í stuttri akstursfjarlægð frá hótelinu.
Eftir heimsóknina í krókódílagarðinn verður frjáls tími það sem eftir lifir dags.
Nauðsynlegt er að hafa með sér vatn og gott að hafa smá nasl á leiðinni, ásamt handspritti og salernispappír.
Innifalið: Morgunverður á hóteli, hádegisverður og kvöldmatur. Akstur og aðgöngumiðar. Íslensk fararstjórn og þjónusta staðarleiðsögumanns.
Ekki innifalið: Drykkir með kvöldverði.
Frjáls dagur
Æskustöðvar Kunta Kinteh – Sigling – Skeljaeyjan – kl. 9:00
Eftir morgunverð verður lagt af stað kl. 9:00 frá hótelinu í Banjul og farið í ferjusiglingu til Barra. Þaðan ökum við til Albreda og Juffureh til að heimsækja æskustöðvar Kunta Kinteh, þrælsins sem var fluttur frá Gambíu til Ameríku. Þaðan býðst okkur einnig létt sigling út að hinni sögufrægu Kunta Kinteh eyju, áður þekkt undir nafninu St. James eyjan.
Næst tekur við hádegismatur í Albreda og þaðan höldum við yfir landamærin til Senegal og ökum til Joal-bæjar, þar sem við heimsækjum m.a. hús Leopold Senghor, sem leiddi þjóð sína til sjálfstæðis árið 1960, en hann er fyrsti lýðræðislega kosni forseti landsins. Síðan verður heimsókninni haldið áfram til Fadiouth eða Skeljaeyjarinnar, sem er tengd við Joal með tveimur göngubrúm. Á Skeljaeyjunni notast heimamenn við skeljar í handverki sínu og arkitektúr og eru skeljar m.a. notaðar til að búa til stræti bæjarins. Áætluð koma á Dakar-flugvöll er um ellefuleytið. þaðan sem við eigum flug aftur til Tenerife að næturlagi.
Flugið frá Senegal er áætlað kl. 3:20 þann 15. mars og lending á Gran Canaria kl. 5:35. Áætlað flug frá Gran Canaria er kl. 8:15 og lending að morgni dags kl. 8:55 á Reina Sofia flugvellinum á Tenerife. Þaðan verður ekið beinustu leið heim á hótel, þar sem gist verður á 4* hóteli í góðu yfirlæti.
Nauðsynlegt er að taka með sér allan farangur og hafa með sér vatn og nasl á leiðinni. Mikilvægt að borða vel fyrir langt næturferðalag. Handspritt og salernispappír geta komið sér vel.
Innifalið: Morgunverður á hóteli og hádegisverður. Aðgöngumiðar, akstur og sigling. Íslensk fararstjórn og þjónusta staðarleiðsögumanns.
Ekki innifalið: Kvöldverður og drykkir með kvöldverði.
Frjáls dagur
Tilvalið að hvílast eftir viðburðaríkt ferðalag og njóta þess sem hótelið hefur upp á að bjóða. Stutt er á fallegar strendur, góða veitingastaði og fjölbreytta afþreyingu.
Innifalið: Flug frá Senegal til Tenerife og rútuferð á hótel.
Ekki innifalið: Morgun-, hádegis- og kvöldverður og drykkir með kvöldverði.
Frjáls dagur
Möguleiki á valfrjálsum dagskrárliðum.
Innifalið: Morgunverður á hóteli.
Ekki innifalið: Hádegis- og kvöldverður og drykkir með kvöldverði.
Fjallaævintýri með grillveislu & vínsmökkun
Að loknum morgunverði verður haldið í fjallaævintýri með áherslu á vín og matarmenningu eyjarskeggja. El Teide hefur haft gífurlegt aðdráttarafl fyrir eyjuna í gegnum tíðina. Þar er fjölsóttasti þjóðgarður Spánar enda landslagið þar stórbrotið. Þangað höldum við í ævintýralega heilsdagsferð. Við byrjum á að virða fyrir okkur tvö eldfjöll, El Chinyero og El Pico Viejo, höldum síðan leið okkar áfram um hinn undurfagra þjóðgarð Canadas del Teide og að hinu tignarlega eldfjalli El Teide, hæsta fjalli Spánar, 3.718 m hátt.
Þangað höldum við upp að kláfnum þar sem ferðamönnum gefst tækifæri á að taka kláf upp að rótum toppsins. Ferð í kláf er valfrjáls og kostar aukalega. Eftir það verða gerð tvö áhugaverð myndastopp við mikil náttúruundur á þessum slóðum. Þá lækkum við flugið og föðmum hæsta furutré eyjarinnar en því næst keyrum við í gegnum hæsta byggða ból eyjarinnar, Vilaflor, sem er í um 1.500 m hæð yfir sjávarmáli.
Síðan bíður okkar veislumáltíð hjá vínbændum sem taka vel á móti okkur. Þar smökkum við á ostum og vínframleiðslu heimamanna, gæðum okkur á ljúffengum grillmat, skolum honum niður með viðeigandi veigum, skoðum vínakurinn, kynnum okkur vínframleiðsluna og njótum tilverunnar saman.
Nauðsynlegt er að hafa með sér vatn og gott er að hafa með peysu eða yfirhöfn.
Innifalið: Morgunverður á hóteli, íslensk fararstjórn, rútuferð og vínsmökkun og þriggja rétta hádegismatur með drykkjum.
Ekki innifalið: Kvöldverður og drykkir með kvöldverði.
Frjáls dagur
Möguleiki á valfrjálsum dagskrárliðum.
Innifalið: Morgunverður á hóteli.
Ekki innifalið: Hádegis- og kvöldverður og drykkir með kvöldverði.
Ferðadagur
Farþegar skrá sig út af hóteli um hádegi og verða svo sóttir klukkan 12:30. Þá verður ekið út á Reina Sofia flugvöllinn sem er í 15 mín. akstursfjarlægð frá hóteli. Áætlað flug til Íslands er klukkan 15:50 og lending í Keflavík kl. 21:35.
Innifalið: Morgunverður á hóteli og íslensk fararstjórn. Rútuferð út á flugvöll.
Ofangreind dagskrá er birt með fyrirvara. Tíu þúsund fet áskilja sér rétt til að breyta dagskrá ef á þarf að halda með tilliti til veðurs og annarra aðstæðna, að sjálfsögðu með heill farþega í fyrirrúmi.
Flug:
Farangur:
Hótel:
Fæði:
Fararstjórn
Akstur
Sigling
Skoðunarferðir
Í nafni náttúrunnar
EKKI INNIFALIÐ
Athugið að þessi listi er ekki tæmandi aðeins til viðmiðunar.