Tíu þúsund fet bjóða nú upp á glæsilega hringferð um Balkanskagann með fræði- og útvarpskonunni, Veru Illugadóttur. Löndin sem heimsótt verða eru rík af sögu og heillandi menningu, með iðandi mannlífi og ljúfri matargerð. Skemmtileg dagskrá í boði og vönduð íslensk fararstjórn tveggja þaulreyndra fararstjóra Tíu þúsund feta.
Tíu þúsund fet kynna meiriháttar ævintýri á Balkanskaganum þar sem við förum hringferð um Albaníu, Bosníu-Hersegóvínu, Norður-Makedóníu, Kosóvó, Króatíu og Svartfjallaland. Flogið er til hinnar fallegu hafnarborgar Split í Króatíu og dvalið á góðum hótelum alla ferðina.
Þaulreyndir íslenskumælandi fararstjórar halda utan um hópinn ásamt því að útvarpskonan Vera Illugadóttir veitir fræðslu um menninguna, siðina og segir sögur af fólkinu í löndunum sem við heimsækjum. Ferðin er full af flottri dagskrá, matar- og vínsmökkun í fallegu umhverfi.
Hér er frábært tækifæri til að njóta skemmtilegrar menningar á fallegum slóðum Balkanskagans þar sem sagan drýpur af hverju strái og njóta einstakrar fræðslu Veru.
Króatía er heillandi land á Balkanskaga í Suðaustur-Evrópu. Landið stendur við Adríahafið og á landamæri að Slóveníu, Ungverjalandi, Serbíu, Svartfjallalandi og Bosníu og Hersegóvínu. Landið telur 56.542 ferkílómetra og þar búa tæplega fjórar milljónir manna. Zagreb er höfuðborg Króatíu og þar búa ríflega 680 þúsund manns.
Króatía býr yfir einstakri náttúrufegurð en stór svæði hafa hlotið náttúruvernd og þar af hafa átta svæði verið gerð að þjóðgörðum. Landið er gróðursælt og nokkuð er um fjalllendi, þar sem hæsti tindurinn, Dinara, rís í 1.831 metra hæð í Dínarísku Ölpunum ásamt því að þar má finna fjölda fallegra áa og fossa. Við strendur Króatíu má telja yfir þúsund eyjar, sem samanlagt eru um 3.300 ferkílómetrar. Stærstu eyjarnar eru Cres og Krk en Hvar eyjan er sú vinsælasta og einnig sú sólríkasta í Evrópu.
Sögu Króatíu er hægt að rekja langt aftur um aldir og má þar finna margar mjög áhugaverðar borgir m.a. frá tímum Rómverjanna. En elsti bær Evrópu, Vinkovci, er að finna í Króatíu en þar hefur samfelld byggð varað í 8.300 ár.
Matarmenning Króatíu er afar heillandi og fjölbreytt. Allt frá ljúffengum sjávarréttum við strendurnar til fjölbreyttra kjöt- og grænmetisrétta inn til landsins. En þess má geta að í Króatíu eru heimsins stærstu heimkynni trufflusveppa. Þá hafa heimamenn stundað vínrækt til margra ára, enda búa þeir yfir sérstaklega góðu loftslagi til ræktunar. Þekktasta vínið er ræktað við Dalmatíu-strandlengjuna.
Svartfjallaland er einstök náttúruperla, þar sem há og gróðursæl fjöll einkenna landslagið. Landið er á Balkanskaga og á strönd að Adríahafi og landamæri að Albaníu, Serbíu, Króatíu, Bosníu og Hersegóvínu. Landið telur 13.812 ferkílómetra og þar búa ríflega 625 þúsund íbúar. Höfðuðborgin heitir Podgorica og þar búa um ríflega 212 þúsund manns.
Náttúran í Svartfjallalandi býr yfir mikilli fjölbreytni og hefur henni oft verið líkt við sannkallaða náttúruparadís. Fjöllin ná að jafnaði 1000 metra hæð yfir sjávarmáli og hæst trónir tindurinn, Zla Kolata, í 2.534 metra hæð yfir sjávarmáli, við landamæri Albaníu. Landið einkennist einnig af fallegum dölum og sléttlendi má finna í suðri en um það renna fallegar ár eins og Ribnica og Moraca, sem enda við Skadarvatn. Fyrir áhugafólk um útivist er því margt í boði, allt frá klettaklifri og skemmtilegum fjallgöngum yfir í ævintýralegar kayakferðir.
Í Svartfjallalandi er einnig fjölbreytt dýralíf, með villtum dýrum eins og björnum, úlfum, villisvínum, dádýrum og refum. Þar er líka fjölskrúðugt fuglalíf og stundum má reka augun í hópa af villtum hestum.
Svartfjallaland á sér langa sögu, en svæðið sem landið liggur á, á sér sögu sem rekja má aftur til 6. aldar. Landið var hluti af Júgóslavíu meirihluta 20. aldarinnar en áður var það sjálfstætt land. Eftir upplausn Júgóslavíu var landið í ríkjasambandi við Serbíu en Svartfjallalandi lýsti yfir formlegu sjálfstæði árið 2006.
Matarmenningin er ríkuleg og einkennist einkum matreiðslu fersks sjávarfangs. Grillaður fiskur með olífuolíu, hvítlauki, salti og góðu kryddi þykir til dæmis herramanns matur. Þá er smokkfiskur, kolkrabbi og skelfiskur algengur á borðum heimamanna.
Vínrækt er stunduð á suðurhluta landsins og nálægt ströndunum. Hún á sér langa sögu og búa þeir yfir mörgum tegundum vínþrúga en vinsælasta og besta vínið er að margra mati Vranac.
Kosóvó hefur stundum verið kallað hjarta Balkanskaga, þar sem fortíð og nútíð mætast á einstakan hátt. Kósóvó er landlukt land á Balkanskaga og á landamæri að Makedóníu, Albaníu, Svartfjallalandi og Serbíu. Stærð landsins er tæplega 11 þúsund ferkílómetrar og er íbúafjöldinn tæplega 1,9 milljón og þar af búa rétt ríflega 225 þúsund íbúar í höfuðborginni Pristína.
Kósóvó einkennist af fjalllendi, þar sem hæsti tindurinn Ðeravica trónir í 2.656 m hæð yfir sjávarmáli. Hver sá sem ferðast um landið heillast hreinlega upp úr skónum, þar sem landslagið einkennist einnig af mikilli fjölbreytni og mikill gróðursæld. Blómum prýdd engi, fallegar ár, fossar, gljúfur, dalir og stöðuvötn eru allt einkennandi fyrir óspillta náttúru Kosovo. Hér kemur líka fólk til að njóta útivistar, þar sem það fer m.a. í göngu- og hjólaferðir í Rugova-fjöllunum, þar sem hægt er að njóta fegurðar og heilnæms fjallaloftslags.
Sögu Kósóvó má rekja aftur til fornaldar og hefur þjóðin þurft að ganga í gegnum mikla erfiðleika, ekki síst í byrjun 21. aldar en hún hlaut endanlega sjálfstæði frá Serbum árið 2008, landið er hins vegar ekki aðili að Sameinuðu þjóðunum og líta mörg ríki svo á að landið sé hluti af Serbíu.
Kósóvó býr yfir fjölbreyttri matar- og vínmenningu, sem byggist bæði á gömlu hefðum og eins á áhrifum frá öðrum löndum. Þar eru t.d. pasta-, jógúrt- og kjötréttir vinsælir en matargerðin og framsetningin á matnum skiptir jafn miklu máli og bragð matarins. Vínmenningin er einnig í uppsveiflu, þar sem víngerð hefur þróast mikið í gegnum árin og er víða hægt að fara í ljúffenga vínsmökkun á vínum heimamanna.
Albanía hefur lítt verið uppgötvuð meðal ferðamanna en landið er sannkölluð náttúruparadís, rík af menningu, sögu, fornum borgum og gestrisnum íbúum. Landið er í Suðaustur-Evrópu og á landamæri að Kosóvó, Svartfjallalandi, Norður-Makedóníu og Grikklandi. Það á strendur að Adríahafi og Jónahafi, sem bæði eru hluti af Miðjarðarhafinu. Albanía er 28.748 ferkílómetrar að stærð og telur tæpar 3 milljónir manna. Flestir búa í höfuðborginni Tirana eða um 600.000 íbúar.
Landið býr yfir mikilli fjölbreytni, þegar kemur að dýralífi, landslagi og veðurfari. Gróðursælt fjalllendi er áberandi, þar sem hæsti tindur er Mount Korab, 2.752 m. Þessi gróðursæld skapar góðar aðstæður fyrir fjölda dýrategunda, en þar má finna dýr eins og villiketti, gráúlfa, rauðrefi og fjölda fuglategunda, þar á meðal þjóðarfuglinn þeirra, gullörninn. Þá má finna mikilvæg búsvæði ýmissa dýrategunda við árósa, votlendi, stöðuvötn og strendur eins og flæmingja, sela og skjaldbaka. Við þetta má svo bæta að um 3.500 tegundir plantna má finna í Albaníu og eiga grasalækningar sér langa hefð og sögu í landinu. Strendurnar þykja afar fallegar og sjórinn við þær er kristaltær.
Albanía er einnig rík af sögu og menningu. Þar má finna margar fornar borgir, sem bera vitni um glæsilega fortíð, eins og Gjirokastër og Berat, sem eru báðar á heimsminjaskrá UNESCO. Borgirnar einkennast báðar af gömlum steinsteyptum húsum og þröngum strætum en þar má finna heimkynni frægra kirkna og kastala, sem segja sögur um ótrúlega útlegð og harða baráttu fyrri tíma.
Menning og matargerð Albaníu endurspeglast af blandaðri matarmenningu, þar sem hún hefur m.a. orðið fyrir áhrifum frá Ítalíu og Grikklandi. Heimamenn leggja mikið upp úr fersku hráefni og eru þekktir fyrir djúpsteikt sjávarfang og ljúffenga kjötrétti, þar sem hvítlaukurinn er notaður óspart og svo eru þeir einnig þekktir fyrir bragðgóða osta. Með matnum er síðan hægt að fá ljúffeng vín frá vínræktarhéruðum víða um landið.
Norður-Makedónía er áfangastaður sem sameinar fallega náttúru, ríka menningu og sögu ásamt vinsemd heimamanna í garð ferðamanna. Landið, sem telur 25.713 ferkílómetra er á Balkan-skaga í suðaustanverðri Evrópu en það varð til við upplausn Júgóslavíu. Norður-Makedónía er landlukt land, sem liggur að Albaníu, Serbíu, Kosóvó, Búlgaríu og Grikklandi. Þar búa tæpar 2 milljónir, flestir í höfuðborginni Skopje eða rúm hálf milljón manna.
Norður-Makedóníu er algjör paradís fyrir náttúruunnendur og útivistarfólk en landið einkennist af ósnortinni náttúrufegurð með þéttum skógivöxnum fjallshlíðum og dölum ásamt töfrandi fossum og vötnum en þar má finna dýpstu stöðuvötn Evrópu. Hæsti tindur landsins er Monte Korab í 2.764 m hæð yfir sjávarmáli en það fjall tilheyrir einnig Albaníu. Dýralíf í Norður Makedóníu er afar fjölskrúðugt, þar sem finna má birni, úlfa, refi, íkorna og dádýr svo fátt eitt sé nefnt en þjóðardýr þeirra er Makedóníu-ljónið.
Norður-Makedónía á sér ríka og fjölbreytta sögu sem nær aftur til fornaldar. Í þessu lítla landi má finna merkilegar fornleifar allt frá tímum Rómverjanna. Þá er landið ríkt af menningu sem hefur mótast af mörgum ólíkum þjóðum, allt frá hinni fornu og fögru Ohrid-borg, sem hefur verið sett á heimsminjaskrá UNESCO til hinnar glæsilegu höfuðborgar landsins, Skopje, sem einkennist af fjölskrúðugu mannlífi, full af sögu. Áberandi er gestrisni heimamanna en þeir taka hlýlega og með opnum örmum á móti öllum ferðamönnum.
Matarmenningin einkennist af fjölbreyitileika en þeirra aðalsmerki eru bragðgóðir grillaðir kjötréttir og ferskir ávextir eru sjaldan langt frá matarborðinu. Heimamenn hafa líka verið duglegir að framleiða vín, þó að þeir komi kannski ekki fyrstir upp í hugann þegar hugsað er um vínrækt, þá eiga þeir sér langa vínsögu, sem hægt er að rekja aftur um þúsundir ára.
Bosnía-Herzegóvína er náttúruperla á Balkanskaga og full af ríkri menningu og sögulegum minjum. Landið, sem er afar fjalllent á landamæri að Króatíu, Serbíu og Svartfjallalandi en stuttur kafli í suðvestri liggur að Adríahafi. Nafn landsins er samansett úr tveimur héruðum landsins, Bosníu og Hersegóvínu og er landið 51.209 ferkílómetrar og telja íbár landsins rúma 3,5 milljón manna en í höfuðborginni Sarajevó búa tæplega þrjúhundruð þúsund íbúar þar.
Bosníu-Herzegóvína er sannkölluð paradís fyrir náttúruunnendur og fólk sem hefur gaman af hvers kyns útivist. Fjalllendi er áberandi og hefur landið verið vinsælt meðal göngu- og hjólreiðafólks. Þar eru einnig falleg vötn og heimsfrægir fossar eins og Kravice-fossinn og hafa þau svæði verið mikið sótt af þeim sem vilja njóta lífsins á fljótandi farskjótum eins og kajökum og bátum. Hæsti tindur Bosníu-Hersegóvínu er Maglić en það er 2.386 m á hæð. Í suðri og suðvestri má einkennis Hersegóvína-héraðið af láglendi og fallegum ströndum. Í náttúrunni má finna fjölda dýra eins og birna, úlfa, refa, otra og fálka ásamt fjölskrúðugrar plöntuflóru.
Bosnía-Herzegóvína á sér djúpa og flókna sögu. En þjóðin hefur þurft að ganga í gegnum ótrúleg átök og breytingar. En þar má finna fjölda sögulegra minja sem endurspegla þrautseigju og von þeirra sem þar búa. Þar hafa margar minjar verið settar á heimsminjaskrá UNESCO, m.a. í höfuðborginni Sarajevo. En það er áberandi hversu mikið tímabil islamskrar menningar við kristið samfélag og gyðingdóm trúarbrögð tengjast í höfuðborginni. Borgarstyrjaldir setja líka sitt mark á söguna og er óhætt að segja að þaðan fari ferðamenn fullir umhugsunar.
Matargerðin er einstaklega fjölbreytt og einkennist af blöndum ólíkra trúarheima, þar sem austrið og vestrið mætast. Dajdži og ćevapi eða grillaðar kjötbollur eru meðal mest áberandi réttanna en þær þykja einstaklega bragðgóðar. Þá er nauðsynlegt að prófa heimagert baklava í eftirrétt! Heimamenn eru þekktir fyrir litlar vínræktir en að sama skapi fyrir góð vín, sem einkennast af ferskleika.
Nokkrar staðreyndir um Balkan-löndin
Fimmtudagur 4. september
Ferðadagur – Flug með Play til Split
Miðvikudagur 5. september
Makarska strandborgin – Biokovo náttúrugarður – Miðaldarbærinn Dubrovnik, perla Adríahafsins
Fimmtudagur 6. september
Dubrovnik – Zabljak í Svartfjallalandi
Föstudagur 7. september
Zabljak – Peja í Kosovo
Laugardagur 8. september
Peja – Decan-klaustrið – Gjakova – Prizren í Kosovo
Sunnudagur 9. september
Prizren – Gracanica – Ulpiana – Pristina í Kosovo
Mánudagur 10. september
Pristina – Gadima-hellirinn – Matka-gljúfrið – Skopje í Makedóníu
Þriðjudagur 11. september
Skopje – Stobi – Ohrid í Makedóníu
Miðvikudagur 12. september
Ohrid – Berat – Tirana í Albaníu.
Fimmtudagur 13. september
Tirana – Kruja – Shkodra í Albaníu
Föstudagur 14. september
Shkodra – Budva – Kotor í Svartfjallalandi
Laugardagur 15. september
Kotor – Mostar Bosnía og Hersegóvína
Sunnudagur 16. september
Mostar – Split í Króatíu
Mánudagur 17. september
Frjáls dagur í Split
Þriðjudagur 18. september
Ferðadagur – Flogið með Play til Keflavíkur
Í ferðinni er ávallt gist á 3-4* hótelum.
Vinsamlega athugið að ljósmyndir af gististöðum, sem birtar eru á heimasíðu Tíu þúsund feta, eru fengnar frá gististöðunum. Þær eru aðeins til þess að gefa hugmynd um útlit þeirra. Tíu þúsund fet bera ekki ábyrgð á því ef eitthvað hefur breyst á gististöðunum frá því að ljósmyndir voru teknar. Tíu þúsund fet stjórna ekki staðsetningu farþega innan gististaða.
Í framandi ferðum Tíu þúsund feta fara þaulreyndir íslenskumælandi fararstjórar með í ferðirnar. Rún og Trausti hafa starfað við margs konar ferðaþjónustu í 25 ár ásamt því að ferðast um víða veröld og eru viskubrunnar um sögu og menningu svæðisins.
Rún og Trausti munu sjá til þess að farþegar upplifi og njóti sín til fulls í þessari draumaferð um Balkanskagann, þar sem fræðsla og umfram allt skemmtileg upplifun verður sett í forgang.
Í þessa ævintýralegu ferð okkar um Balkanskagann kemur Vera Illugadóttir með okkur þar sem útvarpskonan skemmtilega fræðir okkur á sinn einstaka hátt um sögu og siði lands og þjóðanna.
Vera er íslensk útvarpskona og rithöfundur. Hún vinnur sem dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu og hefur frá árinu 2016 verið framleiðandi og þulur útvarps- og hlaðvarpsþáttarins Í ljósi sögunnar á Rás 1.
Vera er dóttir blaðamannsins Illuga Jökulssonar og leikkonunnar Guðrúnar S. Gísladóttur.
Flug:
Farangur:
Hótel:
Fæði:
Akstur
Ferðir
Fararstjórn
Í nafni náttúrunnar
EKKI INNIFALIÐ
Ferðadagur
Flogið er frá Keflavíkurflugvelli með flugfélaginu Play kl. 10:45 og lent í Split í Króatíu kl. 17:30. Rútur bíða farþega fyrir utan flugstöðvarbygginguna en þaðan er keyrt heim á hótel nálægt miðbæ Split, þar sem farþegar geta skráð sig inn og komið sér fyrir inn á herbergjum. Hótelið er í göngufjarlægð frá líflegum miðbænum, þar sem tilvalið er að soga í sig anda borgarinnar og bragða á ljúffengu kaffi og gæða sér svo á góðum kvöldverði á velvöldu veitingahúsi við sjávarsíðuna.
Split – Makarska – Dubrovnik (4 klst. akstur)
Eftir morgunverð verður ekið til hinnar frægu borgar, Dubrovnik, sem stundum hefur verið kölluð Perla Adríahafsins, enda fræg fyrir fallegt bæjarstæði við heillandi strendur suðurhluta Dalmatíu-héraðs í Króatíu. Borgin hefur verið sett á heimsminjaskrá UNESCO en þar má finna heillandi arkitektúr frá miðöldum og einstaka sögu við hvert götuhorn. Miðborgin er umkringd borgarmúrum sem bjóða upp á fagurt útsýni yfir borgina og kristaltæran sjóinn. Þess má geta að borgin er einkum fræg meðal aðdáenda sjónvarpsþáttanna Game of Thrones, þar sem mörg atriði voru tekin upp í borginni.
Aksturinn frá Split til Dubrovnik tekur um fjórar klukkustundir. Á leiðinni verður ekið um heillandi náttúru Biokovo, sem er þekkt fyrir fjölbreytt plöntu- og dýralíf og fagurt landslag. Þá verður komið við í hinni heillandi borg, Makarska, þar sem við göngum um lífleg stræti borgarinnar og virðum fyrir okkur mannlífið. Þá verður tækifæri til þess að njóta sólar á fallegri strönd borgarinnar og dýfa táslunum út í tæran sjóinn áður en haldið verður áfram til Dubrovnik. Þegar þangað verður komið verður tekinn göngutúr innan borgarmúranna.
Dubrovnik – Žabljak, Svartfjallaland (3 klst. akstur)
Eftir morgunverð verður ekið til Durmitor þjóðgarðsins, þar sem dagsins verður notið í stórkostlegu umhverfi og gengið í kringum hið fagra Black Lake eða Svarta vatn. Durmitor þjóðgarðurinn er með mikið aðdráttarafl meðal ferðamanna þar sem einstök gljúfur ánna Draga, Susica, Komarnica og Tara einkenna landslagið en þess má geta að Tara-gljúfrið er það dýpsta í allri Evrópu. Þarna eru einstakar gönguleiðir og er þetta líka vinsæll áfangastaður fyrir þá sem stunda fjallaklifur og kanósiglingar.
Eftir útiveru í þessari einstöku náttúruparadís verður farið til bæjarins, Zablijak, sem er staðsettur í miðju Durmitor í 1.456 m hæð yfir sjávarmáli í Svartfjallalandi og er þar með hæsti bær á Balkanskaga. Bærinn á sér langa sögu, þar sem mörg áföll hafa dunið á bænum á stríðstímum. Gist í Žabljak.
Žabljak – Peja UNESCO, Kósóvó (4 klst. akstur)
Að loknum morgunverði verður ekið frá Zablijak um stórbrotið fjalllendi Rugova til Peja borgar í Kosovo, þar sem landslagið á leiðinni einkennist af stórfenglegum gljúfrum og frábærum gönguleiðum. Á leiðinni heimsækjum við feðraveldi Peja og kíkjum inn í Orthodox-klaustur, sem hefur verið sett á heimsminjaskrá UNESCO.
Peja – Decan-klaustrið UNESCO – Gjakova – Prizren-virkið – Sinan Pasha-moskan, Kosóvó (2. klst. akstur)
Að loknum morgunverði verður ekið frá Peja til Decan-klaustursins sem er frá 14. öld og á heimsminjaskrá UNESCO. Klaustrið lét Stefán Decánski Serba-konung reisa árið 1335 en býzanskur byggingarstíll þess frá miðöldum er einstakur.
Þaðan færum við okkur yfir á einn stærsta útimarkað Balkanskagans en það er Gjakova-markaðarinn, elsti markaður Kósóvó. Sögu hans er hægt að rekja aftur til tíma Ottómana á 16. öld og er markaðurinn kílómeter á lengd og þekur 35.000 fermetra og er þar að finna yfir 500 verslanir.
Að markaði loknum ökum við til Prizren-borgar sem er þekkt er fyrir ottómaníska byggingarlist. Þar skoðum við m.a. Prizren-virkið, Þjóðernissafn Albana og Sinan Pasha moskuna. Gist í Prizren
Prizren – Gracanica – Ulpiana – Pristina, Kosóvó (1.5 klst. akstur)
Að loknum morgunverði skoðum við Þjóðarbókasafnið í Kosóvó, Dómkirkju heilagrar móður Theresu, Þjóðminjasafnið og Minnismerki hinna nýfæddu. Þaðan höldum við í Gracanica-klaustrið sem er undir heimsminjavernd UNESCO og virðum fyrir okkur gömlu rómversku rústirnar í Ulpiana.
Þegar við komum til Prestina býðst valfrjáls heimsókn á verndasvæði skógarbjarna (kostar aukalega). Gist í Prestina.
Pristina – Gadima Cave – Matka Canyon – Skopje, Norður-Makedónía (2. klst. akstur)
Að loknum morgunverði verður ekið áleiðis til höfuðborgarinnar, Skopje en á þeirri leið heimsækjum við Cadima-hellinn og Matka-gljúfrið sem nær yfir 5.000 hektara svæði. Í gljúfrinu förum við í létta bátssiglingu.
Í Skopje skoðum við virkið og hina sögufrægu steinbrú ásamt því að heimsækja gamla markaðinn, einn af þeim stærstu í Balkanlöndunum. Gist í Skopje.
Skopje – Stobi – Ohrid UNESCO, Norður-Makedónía (3 klst. akstur)
Að loknum morgunverði heimsækjum við fornminjasvæðið í Stobi sem er það markverðasta sem finna má í Norður-Makedóníu. Svæðið er stasðsett nærri Dradsko og þar má finna gamlar rústir 26 bygginga, þar með talið leikhús, sýnagógu, hallir, basilikur og baðhús.
Þaðan færum við okkur til Ohrid sem er verndarsvæði UNESCO og þar njótum við fegurðar Ohrid-vatnsins og umhverfis þess. Einnig heimsækjum við St. John kirkjuna þar sem finna má stórkostlegt útsýni yfir vatnið. Gist i Ohrid.
Ohrid – Berat UNESCO – Tirana, Albanía (4.5 klst. akstur)
Að loknum morgunverði verður ekið frá Ohrid yfir til Albaníu. Þar byrjum við á því að heimsækja UNESCO-bæinn Berat. Í bænum skoðum við t.d. Berat-kastala, Onufri-safnið og gamla bæjarhlutann Gorica.
Þessu næst höldum við áfram til Tirana-borgar þar sem við heimsækjum m.a. Skanenberg-torgið, Et-hem Bey moskuna og Bunk´Art 2 safnið. Gist í Tirana.
Tirana – Kruja – Shkodra, Albanią (2.5 klst. akstur)
Að loknum morgunverði verður ekið til Kruja þar sem við skoðum Kruja-kastala, gamla markaðinn, þjóðminjasafnið og Skanderberg-torgið.
Þaðan höldum við svo til Shkodra, einnar elstu borgar Balkanskagans. Þar heimsækjum við Rozafa-kastala og njótum útsýnisins yfir Shkodra-vatna. Valfrjálst er að fara í bátsferð eða kayak-ferð á vatninu. Gist í Shkodra.
Shkodra – Budva – Kotor, Svartfjallalanda (2.5 klst. akstur)
Að loknum morgunverði verður ekið yfir til Svartfjallalands og byrjað á því að heimsækja gamla bæinn í Budva. Síðan förum við yfir í Kotor-flóa en gamli bærinn í Kotor er á heimsminjaskrá UNESCO. Þar heimsækjum við til dæmis Tryphon-dómkirkjuna og njótum útsýnis yfir flóann fagra, þar með talda Sveti Stefan eyju. Gist í gamla bænum í Kotor.
Kotor – Mostar, Bosnía-Herzegóvína (3,5 klst. akstur)
Að loknum morgunverði förum við til „Gömlu brúarinnar“ (Stari Most) en þessi táknræna ottómaníska brú frá 16. öld er á heimsminjaskrá UNESCO og er tákn Mostar. Hún býður upp á stórkostlegt útsýni yfir Neretva ána og er fræg fyrir stökkkeppnir sem haldnar eru við brúna.
Mostar er rík af sögu, líflegri menningu og heillandi byggingarlist. Í þröngum steinlögðum götum miðborgarinnar er að finna gamla bazarinn (Bazar Kujundžiluk) með ýmsu handverki, góðgæti og minjagripum. Þar er líka að finna Koski Mehmed Pasha moskuna frá byrjun 17. aldar. Gist í Mostar.
Mostar – Split, Króatíu (2 klst. akstur)
Að loknum morgunverði keyrum við frá Mostar aftur til Split. Á leiðinni stoppum við til að heimsækja bænum Medugorje og gistum svo í Split.
Frjáls dagur í Split.
Ferðadagur
Flogið með Play til Keflavíkur