Rún og Trausti stofnuðu Tíu þúsund fet með fátt annað að vopni en sitthvort kreditkortið í vasanum og brennandi áhuga á að skapa ferðaþjónustu sem skilur eftir ógleymanlegar minningar farþega sinna.
Tíu þúsund fet er ferðafélag sem sérhæfir sig í að bjóða upp á fjölbreyttar skoðunarferðir á ævintýralegar slóðir, þar sem ferðamaðurinn upplifir allt það besta sem hver viðkomustaður hefur uppá að bjóða, þar sem fjölbreytni og framandi upplifun er sett í fyrirrúm. Í öllum ferðum eru reynslumiklir íslenskir fararstjórar með mikla þekkingu á öllu sem viðkemur ferðamennsku. Hjá Tíu þúsund fetum er kappkostað við að bjóða upp á vandaðar ferðir og vel staðsett góð hótel á hagstæðu verði. Þá leggjum við mikla áherslu á jákvæð samskipti við heimafólk til að sýna ykkur áfangastaðinn í sinni skýrustu mynd og til að tryggja að heimafólk fái jafn mikið út úr ferðinni þinni og það gefur af sér til þín.
Rún og Trausti stofnuðu Tíu þúsund fet með fátt annað að vopni en sitthvort kreditkortið í vasanum og brennandi áhuga á að skapa ferðaþjónustu sem skilur eftir ógleymanlegar minningar farþega sinna.
Tíu þúsund fet fá vonandi sem flesta til að fara út fyrir þægindarammann sinn þegar ferðalög eru annars vegar og hika ekki við að fara á framandi slóðir, helst með alla fjölskylduna.