Tíu þúsund fet bjóða nú upp á glæsilega hringferð um Balkanskagann með fræði- og útvarpskonunni, Veru Illugadóttur. Löndin sem heimsótt verða eru rík af sögu og heillandi menningu, með iðandi mannlífi og ljúfri matargerð. Skemmtileg dagskrá í boði og vönduð íslensk fararstjórn tveggja þaulreyndra fararstjóra Tíu þúsund feta.
Tíu þúsund fet kynna meiriháttar ævintýri á Balkanskaganum þar sem við förum hringferð um Albaníu, Bosníu-Hersegóvínu, Norður-Makedóníu, Kosóvó, Króatíu og Svartfjallaland. Flogið er til hinnar fallegu hafnarborgar Split í Króatíu og dvalið á góðum hótelum alla ferðina.
Þaulreyndir íslenskumælandi fararstjórar halda utan um hópinn ásamt því að útvarpskonan Vera Illugadóttir veitir fræðslu um menninguna, siðina og segir sögur af fólkinu í löndunum sem við heimsækjum. Ferðin er full af flottri dagskrá, matar- og vínsmökkun í fallegu umhverfi.
Hér er frábært tækifæri til að njóta skemmtilegrar menningar á fallegum slóðum Balkanskagans þar sem sagan drýpur af hverju strái og njóta einstakrar fræðslu Veru.
Hér getur þú tryggt þér sæti í þessa frábæru ferð.