Ferð telst staðfest þegar viðskiptavinur hefur bókað og Tíu þúsund fet staðfest pöntunina.
Staðfestingargjald er 20% af kostnaði ferðar og skal greitt við bókun.
Fullgreiða skal ferð 10 vikum fyrir brottför. Þegar bókað er í ferð innan þess tíma þarf að fullgreiða ferðina við bókun.
Afbókun
Tilkynna þarf afbókun með tölvupósti til ferðaskrifstofunnar, [email protected].
Ef farþegi afbókar ferð þegar meira en 16 vikur eru í brottför fæst ferðin endurgreidd að fullu. Þegar innan við 16 vikur eru í brottför fæst ferðin endurgreidd að undanskildu staðfestingargjaldi. Þegar innan við 10 vikur eru í brottför fæst ferðin ekki endurgreidd.
Tíu þúsund fetum er heimilt að fella niður ferð sé þátttaka ekki næg. Allar ferðir Tíu þúsund feta eru háðar lágmarksþátttöku, nema annað sé tekið fram. Ef ekki næst tilskilinn fjöldi fellur ferð niður og hefur farþegi þá val um fulla endurgreiðslu eða færa sig yfir á sambærilega ferð hjá Tíu þúsund fetum.
Tíu þúsund fet fylgja bókunarskilmálum sinna þjónustuaðila. Í þeim tilvikum sem reglur þeirra ná lengra en okkar skilmálar gildir regla þjónustuaðila.
Ef fullnaðargreiðslu hefur ekki verið lokið fyrir tilskilinn tíma áskilur ferðafélagið sér rétt til afbókunar ferðar án nokkurrar endurgreiðslu.
Í þeim tilvikum sem farþegi mætir ekki á réttum tíma hefur viðkomandi fyrirgert rétti sínum til bóta.
Ábyrgð
Ef flugi er aflýst eða seinkun verður á flugi sem leiðir til verulegra áhrifa á ferðina eða veldur aukakostnaði bera Tíu þúsund fet enga ábyrgð. Ferðafélagið ber heldur ekki ábyrgð á yfirbókunum gististaða, sætabókunum flugfélaga né skemmdum á farangri.
Í öllum ferðum Tíu þúsund feta sem fela í sér þjónustu þriðja aðila (s.s. flug, akstur, gisting, afþreying o.fl.) er ferðafélagið umboðsaðili og ber ekki ábyrgð á því sem upp kemur.
Tap, tjón eða slys á fólki í ferðum er ekki á ábyrgð Tíu þúsund feta. Ferðafélagið ber heldur ekki ábyrgð á veðri eða náttúru og þeim áhrifum sem hún getur valdið.
Farþegar þurfa að meta hvort þeir treysti sér til að fylgja skipulagi ferðar. Ef farþegi getur ekki haldið ferðaáætlun vegna veikinda eða er óferðafær á heimferðadegi ber viðkomandi sjálfur kostnaðinn sem af því hlýst. Farþegi á ekki rétt á endurgreiðslu frá Tíu þúsund fetum ljúki hann ekki ferð af slíkum ástæðum eða öðrum sem ferðaskrifstofunni verður ekki kennt um.
Ef ófyrirsjáanlegar aðstæður eiga sér stað, sem ferðafélagið getur hvorki komið í veg fyrir né nokkuð um ráðið um afleiðingarnar, bera Tíu þúsund fet enga ábyrgð og er heimilt að breyta eða aflýsa ferðinni.
Farþega ber að fara eftir lögum og reglum sem gilda í þeim löndum sem ferðast er til. Honum ber einnig að virða samferðamenn sína og axla ábyrgð á því tjóni sem hann kann að valda með hegðun og framkomu.
Farþegar bera ábyrgð á að afla sér upplýsinga um og tryggja öll nauðsynleg gögn/skilríki og áritanir séu til staðar fyrir viðkomandi ferð.
Breytingar
Farþega er heimilt að breyta lengd ferðar gegn þjónustugjaldi og þarf farþegi að greiða mismun á fargjöldum sem kunna að vera. Í ferðum með tengiflugum er ekki hægt að breyta lengd ferðar. Ekki er hægt að breyta í lægra fargjald og fá mismun endurgreiddan, til dæmis að breyta bókaðri ferð í tilboðsferð.
Tíu þúsund fet áskilja sér rétt til þess að breyta dagskrá ferða eða aflýsa þeim vegna veðurs eða annarra ófyrirsjáanlegra aðstæðna til þess að tryggja öryggi farþega og leiðsögumanna.
Ef farþegum í staðfestri hópferð fækkar getur það leitt til verðhækkunar á ferð fyrir heildarhópinn. Pakkaferð hópa eru seldar sem einn pakki og allar breytingar eru háðar aukakostnaði. Óski hópur eftir breytingum ber hann að greiða allan áfallinn kostnað ásamt 10% skipulagsgjaldi.
Eitt og annað
Tíu þúsund fet benda farþegum sínum á að gagnlegt er að verða sér úti um ferða-, forfalla-, sjúkra-/slysa- og farangurstryggingu hjá tryggingafélögum. Kreditkortafyrirtæki bjóða einnig oft upp á ferðatryggingar.
Í stærri hópferðum þarf stundum að greiða sérstakt staðfestingargjald fyrir gistingu ferðarinnar.
Einstaklingum undir 18 ára aldri er óheimilt að bóka hjá Tíu þúsund fetum án samþykkis forráðamanna.
Tíu þúsund fet safna upplýsingum um þig þegar ferð er bókuð og fer með þær sem trúnaðarupplýsingar. Það er á ábyrgð farþega að skrá réttar upplýsingar þegar bókað er og að þær séu í samræmi við upplýsingar í vegabréfi. Ekki undir neinum kringumstæðum gefur ferðafélagið þær upplýsingar frá sér til þriðja aðila.
Allar ferðir Tíu þúsund feta eru greiddar í íslenskum krónum og eru skattar innifaldir. Verð á ferð getur hækkað vegna gengisbreytinga nema hún hafi þegar verið greidd að fullu.
Þjónustugjald Tíu þúsund feta á alla umfram þjónustu einstaklinga eru 10 þúsund krónur. Öll umfram þjónusta fyrir hópa er háð 10% skipulagsgjaldi.
Tíu þúsund fet áskilja sér rétt til leiðréttinga á mistökum sem rekja má til rangrar uppsetningar eða tæknilegra ástæðna.