Hér er á ferðinni mögnuð blanda af Kanaríeyjum og Afríku. Við sýnum þér Tenerife eins og þú hefur aldrei áður séð hana og upplifum síðan saman ótrúlegan ævintýraheim Gambíu og Senegal. Ógleymanlegt ævintýri fyrir alla þá sem hafa gaman af náttúrufegurð, ólíkum menningarheimum, magnaðri matarupplifun og sögu ólíkra landa.
Þetta er frábær ferð á eyjuna fögru fyrir alla sem kunna að meta friðsæld og ósnortna náttúru ásamt því að hafa gaman af að kynnast menningu og sögu heimamanna, m.a. í ljúfum mat og drykk. Á eyjunni ríkir einstök fegurð þar sem miklar andstæður mætast í landslagi og náttúru, þannig að upplifun ferðalangsins er eins og að vera staddur á fallegu póstkorti í hverri ferð.
Frá Tenerife förum við yfir til Senegal sem gjarnan er kölluð menningarmiðstöð meginlands Afríku. Landið er fjölbreytt og lifandi en það er mekka álfunnar þegar kemur að listum, hefðum og sögulegum fróðleik. Íbúarnir eru þekktir fyrir gestrisni. Í Senegal finnum við sex þjóðgarða og sjö staði sem færðir hafa verið undir sérstaka vernd UNESCO. Landið er því stútfullt af einstakri upplifun og hitabeltislofstlagi fyrir ferðamenn.
Síðast en ekki síst heimsækjum við Gambíu, sem er bæði minnsta og fámennasta Afríkuríkið. Það er ekki nema 48,2 km á breiddina þar sem það er breiðast en landið er bæði langt og mjótt umhverfis Gambíu-fljótið. Landið er þekkt fyrir vinalega íbúa, fjölbreytt vistkerfi og ríkan menningararf. Talið er að um þrjár milljónir þræla hafi verið fluttir úr landinu á tímum þrælaverslunarinnar.
Í þessari ævintýralegu ferð fáum við innsýn í daglegt líf Afríkubúa og fáum ómetanlega innsýn í dýralíf landanna tveggja. Við göngum m.a. meðal ljóna, apa og gíraffa ásamt því að strjúka krókódílum!
Hér finnur þú ævintýraferðina okkar til Tenerife, Senegal & Gambíu.